MATARGATIÐ

þriðjudagur, desember 19, 2006

Ísland

Við erum mætt til landsins.
Stoppuðum aðeins fyrir sunnan en náðum að sjálfsögðu ekki að hitta alla sem okkur langaði til. En svona er þetta bara alltaf.
Erum búin að vera fyrir norðan í rétt tæpa viku núna. Höfum ekki gert mikið ennþá. Ægir er búinn að vera að vinna en þetta er vonandi síðasti dagurinn hjá honum núna í dag.

Við erum búin að bjóða nokkrum vinnufélögum(ég tala nú alltaf um vinnufélaga mína þó að það séu 3 ár síðan ég var að vinna hjá TölvuMyndum) heim til mömmu í kvöld í glögg og piparkökur. Það verður voða gaman að hittast og spjalla aðeins. Ljómandi gott að geta hóað svona mörgum saman þar sem við getum með engu móti heimsótt allt þetta skemmtilega fólk.

Það styttist óðum í jólin. Ekki nema örfáir dagar til stefnu. Ég er samt ótrúlega lítið stressuð. Á eftir að prenta út jólabréfið og senda það, pakka inn öllum jólagjöfunum, kaupa 2 gjafir í viðbót og skreyta piparkökur.

Ég er alveg ferlega fúl með þetta veður hérna. Það var æðislegt veður hér um helgina, hrikalega mikið frost, fullt af snjó og logn. Ekta svona jóla-áramótaveður. En því miður hefur veðrið verið ferlega leiðinlegt undanfarna 2 daga þannig að nú er bara ekkert jólalegt lengur. Hér hefur verið rok, rygning og hiti. Snjórinn er þvi nánast alveg farinn og ekkert nema svell eftir og því ekki beint jólalegt.
:( Ætli það verði því ekki rauð jól í ár eins og í fyrra.
Frekar pirrandi.

föstudagur, desember 08, 2006


Komin i bol fra reaktinni. Er madur flottur eda er madur flottur?

fimmtudagur, desember 07, 2006

Alvaran byrjar þann sjöunda.

Ég fór í morgun að hitta eina konu í Hollensku skólanum. Hún bauð mér að byrja svona pappírslega séð í skólanum í dag. Málið er að skólagjöldin eru að hækka rosalega mikið eftir áramót og með þessu móti spara ég mér margar evrur sem er bara gott mál. Almennileg kerlingin að bjóða mér þetta.
Kennsla byrjar miðvikudaginn 7 janúar sem er bara gaman. Ég verð bara rétt komin út aftur eftir jólafrí. Það sem mér líst svona ekki alveg jafn vel á er að ég er að byrja í bekk með fólki sem er búið að vera í Hollensku síðan í september :(
Ég fékk með mér bókina sem þau eru búin að vera að læra til að kíkja í. Ekki vill maður koma alveg af fjöllum þegar maður mætir í fyrsta tímann.
Ég er nú svo heppin að hafa fínan kennara með mér í jólafríið. Ægir er orðinn svo helv. sleipur í þessu. Hann á örugglega ekki í neinum vandræðum með að hjálpa nörrabínunni sinni :)

Gleðistingur í hjartað.

Ég fékk þessa líka þvílíku gleði tilfiningu þegar ég var úti að keyra í áðan.
Þegar ég kveikti á útvarpinu var verið að spila Freedom með Live 8 flokknum.
Við það að heyra þetta lag að þá komst ég í svakalega mikið jólaskap þrátt fyrir helli rigningu og hvassvirði og algjöra jólaljósa vöntun.
Hollendingar eru nú dálítið spes í þessu eins og mörgu öðru. Hér sjást varla seríur eða skraut út í gluggum en hins vegar eru margir búnir að skreyta jólatréin sín og kveikja á þeim líka.
Þeir gera þetta allt í vitlausri röð.
Kjánar.

þriðjudagur, desember 05, 2006


Bjossi bolla. Forum i vigtun og maelingu adan sem kom sko ekkert slor ut. Hun er ordin 5135 gr og 58 cm takk fyrir. Buin ad thyngjast um 1170 gr og lengjast um 5 cm a 3 vikum.

maedgur a jolamarkadi i Koln i THyskalandi

alltaf ad knusast :)

Ég er bara sein.

Ég hef alltaf verið mjög tímanlega í því að pakka niður og gera allt klárt fyrir ferðalög. Sumum finnst ég vera aðeins of snemma í því stundum þar sem ég byrja oft að pakka niður 3 vikum fyrir brottför. Það hefur því oft verið þannig að okkur bráðvantar eitthvað sem er komið ofaní tösku og því þarf að taka upp úr henni aftur og þá ruglast nú allt sístemið sko.
En núna er sem sagt öldin önnur. Ég er bara alveg seina. Það er langt langt síðan við keyptum 2 forláta ferðatöskur og þær hafa bara ekki einu sinni verið mátaðar ennþá.
Ef Stubbalína verður þæg og góð í kvöld að þá verður sko tekið til hendinni og einhverju hent ofaní tösku.

Jólapakkarnir eru nú alveg að verða klárir hérna hja mér og verður fróðlegt að sjá hvað þeir taka mikið pláss.

4 dagar til stefnu...
úfff..stressið alveg að fara með mig núna.

Kapphlaupið mikla.

Við mæðgur erum einar heima. Ægir fór um miðja nótt út á flugvöll og er mættur til Noregs að vinna. Stoppar sem betur fer bara stutt í þetta skiptið.
Ég þarf að labba með Malín á leikskólann kl eitt og svo ætla ég að þramma með stubbuna í ungbarna eftirlitið í smá auka skoðun. Við áttum að mæta með hana í skoðun á meðan við erum heima en henni var frestað þar til við komum aftur. Í dag er opinn tími sem ég get farið með hana til að láta vigta hana og mæla og ætla ég að gera það. Við erum nú samt ekki í neinum vafa um að hún er búin að lengjast og þyngjast alveg helling þannig að ég þarf í rauninni ekkert að mæta. Þetta er bara svona upp á gamanið :)
Ég er nú strax búin að leggja nokkrum göllum sem strax eruð orðnir of litlir.
Ég vona bara að ég komist strax að með hana svo ég geti kannski komið við í 2 búðum á leiðinni til baka. Ég verð sennilega að vera ansi mikið snar í snúningum til að komast á leikskólann aftur kl korter yfir þrjú en þá þarf ég að vera mætt aftur.

laugardagur, desember 02, 2006

Sjúddirari rei.

Ég er ekki lengur með rauð-appelsínugul-leitt hár...jibbbí. Ég held svei mér þá að hárið á mér sé bara með nokkuð eðlilegan lit núna. Ég er nú samt ekki alveg sátt þar sem toppurinn á mér er alveg út úr Q.
Ég var sem sagt í klippingu og litun í morgun. Var mætt þangað kl hálf níu gaman gaman.
Stlepan sem klippti og litaði var eitthvað voða sein í dag þannig að ég var í þvílíka stresskastinu. Stubban vill helst fá að drekka á 2 tíma fresti þannig að ég dreif mig út af hárgreiðslustofunni áður en ég var orðin klár. Hún var bara búin að klippa toppinn á mér svona sirka eins og ég ætlaði að hafa hann og svo ætluðum við bara að laga hann betur til á eftir en það varð sem sagt ekkert úr því og því er hann VEL skakkur. Hárið á mér var líka alveg svakalega blautt þannig að ég sá ekki einu sinni hvernig það var á litinn þegar ég hljóp út.
Ég er samt bara mjög sátt. Langt síðan ég hef verið svona sátt við litinn á hárinu :)

Ég verð bara að dobbla Lindu Rós til þess að redda mér þegar ég heimsæki hana eftir rétt rúma viku.

Skelli kannski mynd af mér hérna inn um helgina ef ég verð í stuði. Aldrei að vita.
Góða helgi.