MATARGATIÐ

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Grasekkjan ég.

Það hefur verið lítið um blogg hjá mér undanfarið. Bilað að gera frá því við komum heim úr jólafríinu. Ægir er búinn að vera meira og minna í Noregi að vinna og ég sé fram á að hann verði þar eitthvað í hverri viku næsta mánuðinn :( . Tengdamamma var hérna hjá okkur í 3 vikur en fór heim um síðustu helgi. Ég er því ein í kotinu með dúllurnar mínar. Ég geri lítið annað en að sinna þeim, fara í skólann, þvo þvott og elda mat. Ekki mikill tími til að læra heima eða skúra og skrúbba. Ég komst vel á skrið í lærdómnum á meðan Guðrún var hérna en svo er ég bara alveg strand núna. Kemst bara ekkert áfram. Þar sem ég er með athyglisbrest á háu stigi og sauðahátturinn fer alveg með mig oft á tíðum að þá kem ég ekki miklu í verk. Það liggur nú við að ég geti ekki einu sinni lært þegar ég er með kveikt á útvarpinu. Agalegur auli.

Hætt að kvarta í bili.
Stubban sefur eins og er þannig að ég get kannski lært í einar 10 eða 15 mín. Annars er hún mjög nösk á það að vakna um leið og skólabækurnar opnast.
Meira síðar.
Nokkrar nyjar myndir a barnalandi.

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Fyrir ykkur sem hafið ekkert að gera.

Hlustið þá á þetta.
http://www.betterloverseminar.com/desi_wife_catches_husband

mánudagur, janúar 29, 2007

Flottir.

Þessi plata er bara æði og lagið Patience er uppáhalds lagið mitt núna. Myndbandið líka ekkert slor enda tekið heima á fróni.

Fyndið samt hvað maður heldur alltaf upp á sömu hljómsveitirnar ár eftir ár eftir ár :)

laugardagur, janúar 27, 2007

euro

Jess.
Bestu þrjú lögin af lögum kvöldsins komin áfram :)
Varð samt fyrir töluverðum vonbrigðum með Jónsa-lagið. Veit ekki alveg hvað stílistarnair eru að pæla. Þvílíkur horror..jakk.

Friðrik Ómar algjört æði. Algjört rassgat :)
Trommurnar samt ekki að gera sig. Mætti henda þeim út og setja Regínu Ósk inn á í staðinn. Þau saman gætu unnið keppnina þarna úti fyrir okkur.

Eiki Hauks þrusu góður með flott lag. Karlinum veitir samt ekki af því að komast í breytt útlit. Agalegt að sjá hvað hann er alltaf lummó greyjið.

föstudagur, janúar 26, 2007

Óþægilegur draumur.

Mig dreymdi alveg hrikalega óþægilegan draum í dag.
2 nunnur komu og bönkuðu upp á hjá mér og sögðu mér að þær vildu aðstoða mig á þeim erfiðu tímum sem ég ætti í vændum. Ég varð mjög hissa og vissi ekki meir fyrr en þær sögðu mér að ég væri með ólækknandi sjúkdóm og ætti skamman tíma eftir. Ég varð enn meira hissa og segist ekkert vita um hvað þær eru að tala og kemur það þá í ljós að þær hefðu farið húsavillt. Þær hefðu ætlað að heimsækja konu í sama raðhúsi og ég bý í. Stuttu síðar sé ég þessa sömu konu sitja á bekk háóletta og dapra. Þessi kona sem í þessum draumi var er ekki nágranni minn og ég held bara að ég hafi ekki hitt hana.
Hvað merkir þessi vitleysa bara??
hmmm?

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Emma og Malin med nyjasta vin sinn hann Didda svin :)

mánudagur, janúar 22, 2007

Skemmtilegasti tími ársins.

Jæja.
Þá er skemmtilegasti tími ársins að byrja að mínu mati en það er tími Eurovision :)
Keppnin síðasta laugardag heima á fróni lofaði samt ekki góðu verð ég að segja. Frekar mikið leiðinleg lög þar á ferð og sumir flytjendurnir hefðu betur átt að vera bara heima hjá sér og bora í nefið.
Ég nenni ekki að fara út í það að dæma hvert einasta lag núna enda allt of mikið að gera hjá mér.
Ég gaf mér þó tíma áðan til þess að hlusta á þau lög sem keppa n.k laugardag og eru þau mun betri en þau fyrstu. Flottast finnst mér lagið Segðu mér sem Trausti Bjarnason samdi, flytjandi er Jónsi. Þarna er líka eitt lag sem Eiríkur Hauks syngur sem mér finnst bara frekar flott og eins er lagið sem Friðrik Ómar syngur fínt. Það verður gaman næsta laugardag.

Svo bíður maður bara spenntur eftir að Sænska, Danska, Norska, Breska, Þýska og Belgíska keppnin fari af stað :) Ég er því miður orðin of sein fyrir Holland. Missti nú bara alveg af þeirri keppni...grát grát. En það er nú bara svona þegar maður kveikir varla á sjónvarpinu í heilan mánuð.

sunnudagur, janúar 21, 2007

Sally vinkona mín er dáin. Blessuð sé minning hennar. Bold verður hálf tómlegt án hennar. Hennar verður sárt saknað.

mánudagur, janúar 15, 2007


Hlunkur litli. Vorum i skodun i dag. Stubban ordin 60,2 cm og 6.210 gr. :) Hun er samt mun minni en hlunkalina systir hennar var a sama aldri. En hun var 65,5 cm og 7085 kg..v��

föstudagur, janúar 12, 2007


Nyjar myndir a barnalandi.

2007

Gleðilegt árið. Loksins gef ég mér tíma í smá blogg,
Ég hef bara varla farið í tölvu síðan í byrjun des.

Íslandsferin var fín. Stoppuðum í 3 vikur sem liðu ótrúlega hratt. Hittum marga en þó ekki nærri því alla sem mig langaði að sjá.

Ægir verður mikið í Noregi að vinna þennan mánuðinn og verður Guðrún tengdamamma hérna úti hjá okkur til mánaðarmóta. Það bjargar okkur alveg þar sem ég er byrjuð i Hollenskunámi sem verður pínu strembið. Ég er sú eina sem byrja ný í bekknum en fyrir eru um 20 manns og tala þau öll dálitla Hollensku. Sumir þarna hafa verið eina önn og aðrir tvær og sumir 3. Bekkurinn var að klára eina bók núna í vikunni og eru þau að byrja á bók 2 núna í næstu viku. Ég þarf því að byrja á henni með þeim ásamt því að taka próf í öllum köflunum úr bók 1 líka. Ég dreif mig bara í það strax á degi 2 að taka fyrsta prófið og gékk það bara ágætlega held ég. Ég verð nú bara alveg brjál. ef ég fæ ekki hátt í því þar sem ég sat og las í 6 klukkutíma fyrir það. Ég ætla að reyna eins og ég get að læra um helgina svo ég geti tekið próf úr köflum 2 og 3. Hver kafli er um 50 síður þannig að það er nóg að lesa.
En þetta er bara spennandi. Ég er svo rosalega glöð yfir því að vera loksins byrjuð :)

Við fengum þessar líka fínu fréttir um leið og við komum út eftir frí. Malín kemst inn á leikskólann sem er í sama húsi og skólinn minn :)
Hún verður því í leikskóla hálfan daginn alla virka daga. Þetta hittist svo skemmtilega á. Hún er nefnilega í sínum leikskóla á þriðjudögum og föstudögum og þar sem skólinn minn er á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum að þá verður mikið stuð á minni alla daga :).

mánudagur, janúar 08, 2007


Emma litla Stubbal�na