MATARGATIÐ

mánudagur, júlí 04, 2005

Besta súpa í heimi ?

Fékk að smakka þessa frábæru súpu hjá henni Lindu systur minni um daginn. Þetta er alveg frábær súpa frá Mexico sem þið verðið bara að prófa. Ég er algjör súpukerling en ég hef ekki smakkað margar sem toppa þessa.
Alma, Gummi og krakkarnir borðuðu svona súpu hjá okkur í gær og líkaði þeim stórvel. Þau áttu líka hugmyndina að því að ég setti uppskriftina hér inn :) sniðugt það.

Þetta er gríðarlega auðvelt en svakalega mikið jummí
4 kjúklingabringur
2 dósir niðursoðnir tómatar í dós (saxaðir)
1 flaska tómatsafi
1/2 lítri kjúklingasoð
1-2 laukar
chillipipar
Nachios poki (því sterkari því betra)
sýrður rjómi
guaqumola (best heimatilbúið)
rifinn ostur

Aðferð
Steikið bringurnar og setjið til hliðar.
Steikið lauk og chilli í potti og bætið út í tómatdósum og tómatsafa.
Bætið út í kjúklingasoðinu og látið malla í svona 30 mín.
Smakkið til og kryddið aukalega eftir smekk.
Skerið niður kjúklinginn og bætið út í rétt áður en þið berið súpuna fram.

Hafið tilbúið
sýrðan rjóma í skál
guaqumola í skál
rifinn ost í skál og
mulið nachios í skál :)

Síðan fær hver og einn sér á disk og gerir svona.
Setur súpuna í skál.
Þar ofaná fer osturinn, síðan nachios og þar ofaná koma svo sósurnar 2 (sýrði rjóminn og græna sullið :)

úff.. alveg hrikalega gott sko
Er bara búin að fá mér svona 2 x í dag og á ennþá afgang :)
Njótið vel og látið mig endilega vita hvernig smakkast.

Mummi og Hafdís. Held að þetta sé pottþétt eitthvað fyrir ykkur.

Linda mín kæra. Þú kemur nú kannski með comment á þetta hjá mér..vona að ég sé að fara rétt með þessa uppskrift. Súpan hjá mér í gær var reyndar aðeins öðruvísi, þar sem ég átti hvorki lauk né tómatsafa. Notaði púrrlauk og tilbúna tómatsúpu í staðinn. Nachiosið sem ég notaði var með mexico kryddi eins og þær sem þú notaðir en þær voru samt ekki eins sterkar. Held að þvi sterkari þvi betra verði þetta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home