MATARGATIÐ

mánudagur, júlí 11, 2005

Helgin að baki

Veðrið búið að vera gott alla helgina. Hitinn virkilega fínn og sól að mestu.
Raggi vinur Ægis kom til okkar á föstudaginn en hann býr í Danmörku.
Byrjuðum á því að fara með hann niður í bæ til að sýna honum fallega bæinn okkar :)
Fórum svo heim og grilluðum okkur svaka góðan kjúkling.

Á laugardaginn skruppum við m.a inn í Tilburg. Röltum þar um í blíðskaparveðri og settumst niður til að fá okkur létt snarl. Fórum í eina sportbúð og keyptum við okkur alveg helling af bolum og stuttbuxum á útsölu. Ég er mjög ánægð með bolina mína, en þetta eru bara svona plein íþróttabolir sem ég get notað við gallabuxur og eins í ræktinni (að því að ég er nú alla daga þar..ha ha ha)
Þegar heim var komið grilluðum við okkur þetta líka ljómandi góða nautakjöt og nokkrar pylsur með :) bárum svo fram með þessu kartöflur, salat og heita gráðostasósu.
Síðan var setið og spjallað og étið meira.

Í gær fórum við svo á ströndina sem er hérna í bænum okkar. Alveg frábær staður. Höfðum ekki farið þangað fyrr. Ef veðrið verður svona gott næsta fimmtudag, að þá er planað að fara með fjölskylduna mína þangað :) það verður gaman.
Malín naut þess alveg í botn að brasa í sandinum. Fékk sér eina góða lúku af sandi að smakka og ældi svo 2 x :( en hún var nú fann nú samt ekki fyrir því. Hélt bara áfram að brosa út að eyrum. Þarna eru líka nokkrar sundlaugar og rennibrautir líka. Eini gallinn við þennan stað er sá að það er ekkert hægt að fá að éta þarna að viti (byrja ég að tala um mat einu sinni enn :)
ótrúlega hallærislegt að það sé alltaf bara í boði að fá sér franskar. Þetta lið hérna hámar franskar í sig hér og þar og allstaðar án gríns. Við æltum því bara að kaupa okkur kælibox og fara með nesti næst. Þurfum líka að kaupa sólhlíf til að taka með okkur svo að Malín sé ekki stanslaust í sólinni.
Eftir strandferð stoppuðum við aðeins á kaffihúsi sem er þarna rétt við ströndina. Eða það eru svona nokkur kaffihús á sama stað, leiktæki og fleira :)
Fórum svo heim til að sturta okkur aðeins.
Alma, Gummi og krakkarnir komu svo aðeins til okkar. Alltaf gaman að því :)
Við röltum svo niður í bæ í blíðunni gaman gaman. Alltaf gaman að rölta þegar veðrið er svona yndislegt. Ætluðum að elda okkur fahitas heima, en hættum við það og ákváðum frekar að borða bara niðri í bæ. Ég var líka orðin alveg glor sko :)
Fengum okkur að borða á stað sem heitir Tiglio. Ægir fékk sér muslinga og við Raggi fengum okkur andabringu í appelsínusósu sem var voða góð. Kannski aðeins of lítill skammtur fyrir svona matargat eins og mig.

Raggi fór svo aftur heim til Danmerkur núna áðan þannig að við Ægir og Malín erum bara 3 í kotinu þangað til á miðvikudaginn, en þá kemur allt Grenivíkurgengið til okkar. Gaman gaman.

3 Comments:

  • At 12:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    huhum kannskin ekki allt liðið, allavega ekki aðal grenivíkurliðið :( .
    því miður, en við komum bara næsta sumar:)

     
  • At 3:43 e.h., Blogger Dagný said…

    Það segirðu satt Bogga mín...grát grát..hefði svoooo verið til í að fá ykkur Grensarana hingað til okkar. En
    Það varður bara næsta sumar :)

     
  • At 12:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Herna er linkur a thaer fau myndir sem eg tok a medan eg var hja ykkur. Greinilegt ad Malin var stjarna dagsins thar sem hun er a flestum myndunum :-)

    myndir

     

Skrifa ummæli

<< Home