MATARGATIÐ

laugardagur, ágúst 06, 2005

3 í kotinu aftur

Jæja þá er fjölskyldan mín farin aftur til Íslands og við aftur orðin 3 í kotinu.
Þessar 3 vikur voru virkilega skemmtilegar og gerðum við margt og mikið saman. Það var frekar leiðinleg stund í gær þegar þau voru að fara þar sem við eigum sennilega ekki eftir að hittast aftur fyrr en um jólin. hu hu hu :(
Heilir 5 mánuðir í það sem er allt of langur tími finnst mér.

Okkur leiddist samt aldeilis ekki í gærkveldi, þar sem við buðum Ölmu, Gumma og krökkunum í mat til okkar. Alltaf svo skemmtilegt að hitta þau :)
Þau færðu honum þennan forláta afmælispakka og í honum var borvél :) eitthvað sem okkur hefur vantað svooooo lengi. Við erum búin að vera í því að fá þeirra vél lánaða í tíma og ótíma. Það er nú frekar fyndið að segja frá því að við skiluðum einmitt vélinni þeirra (sem við vorum búin að vera með í láni í mánuð) einmitt í gærdag.
Snilldar gjöf :)
Ægir eldaði risotto með sjávarréttum handa okkur og er hann orðinn virkilega flínkur í því.

Ég setti inn nokkrar myndir úr fríinu inn í gær og ætla svo að setja fleiri inn á eftir.
Kíkið endilega á það :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home