Dagurinn í dag, og bráðum koma blessuð jólin
Dagurinn í dag búinn að vera alveg ágætur þrátt fyrir mikla þreytu. Skil ekkert í þessu lengur. Ég er bara alltaf þreytt, ekki bara stundum heldur alltaf :( sem er þokkalega þreytandi. Ég hef ekki orku í neitt, finnst ofboðslega erfitt að gera hin auðveldustu heimilisstörf (sem mér finnast svona dagsdaglega bara skemmtileg), hvað þá að drattast aftur í ræktina sem er búið að vera á döfunni ansi lengi. Ég er stundum svo syfjuð að ég get hreinlega sofnað standandi. Ég svaf í 12 tíma um helgina og í gærkvöldi fór ég að sofa fyrir klukkan níu og svaf til kl átta en var samt þvílíkt mikið þreytt. Ég hlýt bara að vera með einhvern banvænan sjúkdóm. Það getur bara ekkert annað verið.
Ég drattaðist samt niður í bæ áðan eins og reyndar næstum því alla daga. Ég held svei mér þá að ég sé búin að fara niður í bæ alla daga í júlí nema einn kannski og fyrir utan Þýskalandsferðina okkar og aðrar dagsferðir sem við fórum með mömmu, Lindu og hennar fólki.
Veðrið var með betra móti eftir hádegið (rétt yfir 20 gráður, vindur, skýjað en samt að mestu sól). Ég er að verða þokkalega pirruð á þessu veðri hérna. Það er bara aldrei bongoblíð nú orðið. Það hefur bara ekki verið gott veður síðan ég veit ekki hvenær. Það er kannski ekki hægt að segja að að sé vont veður, heldur bara svona la la la og það viljum við ekki.
Mig er farið að langa til að fara á ströndina, liggja í sandinum, busla og fá nokkrar freknur :)
Nágrannar mínir hafa verið að tala um það við mig hversu lélegt sumar þetta hefur verið hérna núna. Þau muna bara ekki annað eins :(
í bæjarferð minni áðan verslaði ég nokkrar jólagjafir :) sniðug ég er það ekki? Aldrei of snemmt að huga af blessuðum jólunum :)
Kom við í kjörbúð á leiðinni heim og verslaði smátterí.
egg
gróft brauð
2 áleggsbréf (1 með kjúklingabringu og annað með nýju kjöti)
ost og
2 lítra af appelsínusafa og vitið þið bara hvað??
ég borgaði 6 evrur fyrir þetta sem gera 480 kr :)
Ég er aðalega að fatta það þegar ég kaupi svona lítið inn hversu miklu ódýrara allt er hérna.
Við Malín erum bara 2 í kotinu eins og er. Ægir er í Hamburg á fundi. Verður sem betur fer bara í eina nótt þarna :) Það eru nú bara ár og dagar síðan hann fór eitthvert síðast. Held að það hafi bara gerst 2 x síðan við fluttum út. Svolítið annað heldur en þegar við bjuggum heima á Íslandi.
Ég drattaðist samt niður í bæ áðan eins og reyndar næstum því alla daga. Ég held svei mér þá að ég sé búin að fara niður í bæ alla daga í júlí nema einn kannski og fyrir utan Þýskalandsferðina okkar og aðrar dagsferðir sem við fórum með mömmu, Lindu og hennar fólki.
Veðrið var með betra móti eftir hádegið (rétt yfir 20 gráður, vindur, skýjað en samt að mestu sól). Ég er að verða þokkalega pirruð á þessu veðri hérna. Það er bara aldrei bongoblíð nú orðið. Það hefur bara ekki verið gott veður síðan ég veit ekki hvenær. Það er kannski ekki hægt að segja að að sé vont veður, heldur bara svona la la la og það viljum við ekki.
Mig er farið að langa til að fara á ströndina, liggja í sandinum, busla og fá nokkrar freknur :)
Nágrannar mínir hafa verið að tala um það við mig hversu lélegt sumar þetta hefur verið hérna núna. Þau muna bara ekki annað eins :(
í bæjarferð minni áðan verslaði ég nokkrar jólagjafir :) sniðug ég er það ekki? Aldrei of snemmt að huga af blessuðum jólunum :)
Kom við í kjörbúð á leiðinni heim og verslaði smátterí.
egg
gróft brauð
2 áleggsbréf (1 með kjúklingabringu og annað með nýju kjöti)
ost og
2 lítra af appelsínusafa og vitið þið bara hvað??
ég borgaði 6 evrur fyrir þetta sem gera 480 kr :)
Ég er aðalega að fatta það þegar ég kaupi svona lítið inn hversu miklu ódýrara allt er hérna.
Við Malín erum bara 2 í kotinu eins og er. Ægir er í Hamburg á fundi. Verður sem betur fer bara í eina nótt þarna :) Það eru nú bara ár og dagar síðan hann fór eitthvert síðast. Held að það hafi bara gerst 2 x síðan við fluttum út. Svolítið annað heldur en þegar við bjuggum heima á Íslandi.
4 Comments:
At 10:38 e.h., Dagný said…
Ó ni o ni o ni Hafdís mín.
Það verður einhver að koma með betri sjúkdómsgreiningu en þetta :)
At 12:04 f.h., Unknown said…
hmmm olétt?? Svona verða kjaftasögurnar til. Þar sem ég þekki þig orðið smá, held ég að þú sért ekki komin með þunglyndi sem lýsir sér nú oft með endalausri þreytu...er það nokkuð. Farðu bara að drífa þig með mér í leikfimi og þá hressistu. Kannski sefurðu bara of mikið ;)
btw, Amsterdam var geðveik
Alma :)
At 8:36 f.h., Dagný said…
Það væri auðvitað bráðsniðugt fyrir mig að drullast í ræktina :)
En ég held að ég sofi ekki of mikið. Sef bara ekki nógu vel. Var að horfa á sjónvarpsmarkaðinn..kannski maður ætti að fá sér Yubisaki Pillow :)
Hann hlýtur að virka.
sjá á telsell.com
Svo held ég að það fylgi svona kælidæmi fyrir augun sem er nú aldeilis eitthvað fyrir mín bólgnu augu.
At 11:27 e.h., Nafnlaus said…
Ég yrði nú hissa ef eitthvað sem er selt svona í sjónvarpi myndi nokkurn tímann virka. Þetta er allt rusl held ég. Annars hef ég gengið gegnum sama koddaástand og þú - kaupi og kaupi kodda, en er aldrei sáttur. Er farinn að halda að það sé eitthvað annað, t.d. ekki nógu góð dýna eða eitthvað..
Skrifa ummæli
<< Home