Helgin sem leið
Jæja jæja, þá er mánudagurinn mættur enn og aftur.
Helgin var stórfín alveg hreint. Eða a.m.k fyrir utan smá óhapp með bílinn.
Við skruppum inn í Tilburg með lest á laugardaginn og röltum þar um í góðu veðri.
Hittum Stínu (sem vinnur með Ægi, reyndar heima á Íslandi) kl tuttugu mín. í fimm. Við tvær hlupum í H&M og vorum ekki þær vinsælustu í búðinni. Hollendingar eru nefnilega þekktir fyrir það að loka á slaginu, þannig að við vorum ekki beint skemmtilegar. Reyndum nú samt að drífa okkur þvílíkt mikið. Það var bara svo margt sem við urðum að skoða. Ég ætlaði ekki að versla mér neitt í þetta sinn, en það tókst nú ekki alveg (frekar en fyrri daginn)
Endaði á því að kaupa mér 4 efriparta :) Svona að því að mig vantaði þá alla svo svakalega mikið, eða þannig.
Fékk mér svona þrönga vínrauða gollu með rennilási, bláan síðerma bol, svarta skyrtu og svona bleika heklaða, eða prjónaða peysu sem víxlast svona með belti...voða sæt.
Borgaði 50 evrur fyrir þetta allt saman sem er sléttar 4000 kr.
En..
við gátum nú aldeilis ekki keyrt bílinn okkar heim frá lestarstöðinni. Olíuljósið á blílnum kvikknaði nefnilega um leið og við keyrðum inn á stæðið :(
Við vorum orðin heldur sein í lestina þannig að Ægir keyrði svona aðeins of hastarlega niðri í bæ, rak bílinn aðeins niður og þá hefur sennilega komið gat á olíupönnuna, eða hvað þetta nú heitir.
en hvað um það.
Við kíktum svo á bílinn okkar og sáum þá að það var búið að setja þvílíkt mikið af einhverju hvítu dótaríi undir bílinn og langt út á götu. Ægir las svo miða sem var á rúðunni frá slökkviliðinu.
:) mjög svo vinarlegur miði sem á stóð eitthvað á þá leið að ekki væri óhætt að starta bílnum í þessu ástandi, það hefði lekið mikil olía af honum. Við gætum hringt í þá ef við vildum fá þá til að draga bílinn á verkstæði.
Í gær löbbuðum við svo niður í bæ til að gefa öndunum brauð og þar hittum við Ölmu, Gumma og krakkana. Sögðum þeim hvað gerst hefði með bílinn og þá fóru þau nú bara að hlægja. Þau sögðu okkur svo að við hefðum þá sennilega verið ásæðan fyrir því að slökkviliðið lokaði hálfum bænum til að þrífa upp olíu sem lekið hefði út um allt...obbosí
Röltum svo með þeim á veitingastað og þar fengum við okkur smá snarl.
Fórum svo heim til þeirra og borðuðum grillaðan kjúlla..namminamm.
Alveg ljómandi helgi.
Helgin var stórfín alveg hreint. Eða a.m.k fyrir utan smá óhapp með bílinn.
Við skruppum inn í Tilburg með lest á laugardaginn og röltum þar um í góðu veðri.
Hittum Stínu (sem vinnur með Ægi, reyndar heima á Íslandi) kl tuttugu mín. í fimm. Við tvær hlupum í H&M og vorum ekki þær vinsælustu í búðinni. Hollendingar eru nefnilega þekktir fyrir það að loka á slaginu, þannig að við vorum ekki beint skemmtilegar. Reyndum nú samt að drífa okkur þvílíkt mikið. Það var bara svo margt sem við urðum að skoða. Ég ætlaði ekki að versla mér neitt í þetta sinn, en það tókst nú ekki alveg (frekar en fyrri daginn)
Endaði á því að kaupa mér 4 efriparta :) Svona að því að mig vantaði þá alla svo svakalega mikið, eða þannig.
Fékk mér svona þrönga vínrauða gollu með rennilási, bláan síðerma bol, svarta skyrtu og svona bleika heklaða, eða prjónaða peysu sem víxlast svona með belti...voða sæt.
Borgaði 50 evrur fyrir þetta allt saman sem er sléttar 4000 kr.
En..
við gátum nú aldeilis ekki keyrt bílinn okkar heim frá lestarstöðinni. Olíuljósið á blílnum kvikknaði nefnilega um leið og við keyrðum inn á stæðið :(
Við vorum orðin heldur sein í lestina þannig að Ægir keyrði svona aðeins of hastarlega niðri í bæ, rak bílinn aðeins niður og þá hefur sennilega komið gat á olíupönnuna, eða hvað þetta nú heitir.
en hvað um það.
Við kíktum svo á bílinn okkar og sáum þá að það var búið að setja þvílíkt mikið af einhverju hvítu dótaríi undir bílinn og langt út á götu. Ægir las svo miða sem var á rúðunni frá slökkviliðinu.
:) mjög svo vinarlegur miði sem á stóð eitthvað á þá leið að ekki væri óhætt að starta bílnum í þessu ástandi, það hefði lekið mikil olía af honum. Við gætum hringt í þá ef við vildum fá þá til að draga bílinn á verkstæði.
Í gær löbbuðum við svo niður í bæ til að gefa öndunum brauð og þar hittum við Ölmu, Gumma og krakkana. Sögðum þeim hvað gerst hefði með bílinn og þá fóru þau nú bara að hlægja. Þau sögðu okkur svo að við hefðum þá sennilega verið ásæðan fyrir því að slökkviliðið lokaði hálfum bænum til að þrífa upp olíu sem lekið hefði út um allt...obbosí
Röltum svo með þeim á veitingastað og þar fengum við okkur smá snarl.
Fórum svo heim til þeirra og borðuðum grillaðan kjúlla..namminamm.
Alveg ljómandi helgi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home