Lærakeppir, síðuspik og feitir öklar
Jæjajæja
Þetta gengur ekki lengur. Nú verður maður bara að fara að taka sig á. Það gengur bara ekki að vera lengur í svona hrikalega lélegu formi. Alveg ótrúlega leiðinlegt og sérstaklega þegar veðrið er eins og það er núna. Nú langar mann bara til að spranga um í bikiníi enda hitinn um 30 gráður og sólin búin að sýna sig í allan dag.
Ægir er byrjaður í ræktinni aftur, þannig að nú er bara að drullast af stað líka. (veit ég er búin að segja þetta einu sinni eða tvisvar áður) En....nú bara SKAL ÉG :)
Barnapössunin í ræktinni er lokuð á morgun, en það verður opið á föstudaginn. Stefni á að mæta þá galvösk.
Það verður kannski ekki nóg að byrja í ræktinni. Mataræðið verður tekið í gegn líka. Ekkert sukk og svínarí, nema bara í algjöru hófi :)
Matseðill næstu daga hljóðar svo
miðvikud : gufusoðinn fiskur með fersku salati og alfaalfa spírum og kartöflum
fimmtud : Hakk og spagetti
föstud : grillaður lax, ferskt salat og sýrður rjómi
laugard : salat með bbq kjúklingabitum
sunnud : grillað naut, kartöflur og salat
mánud : fiskur í ofni með skyrsósu, kartöflur og salat
þriðjud : spagetti með túnfiski, eggjum og grænmeti
nammi namm..
Hlakka þvílíkt til að háma þetta í mig, enda allt alveg svakalega gott og flest alveg rosalega hollt.
Þetta gengur ekki lengur. Nú verður maður bara að fara að taka sig á. Það gengur bara ekki að vera lengur í svona hrikalega lélegu formi. Alveg ótrúlega leiðinlegt og sérstaklega þegar veðrið er eins og það er núna. Nú langar mann bara til að spranga um í bikiníi enda hitinn um 30 gráður og sólin búin að sýna sig í allan dag.
Ægir er byrjaður í ræktinni aftur, þannig að nú er bara að drullast af stað líka. (veit ég er búin að segja þetta einu sinni eða tvisvar áður) En....nú bara SKAL ÉG :)
Barnapössunin í ræktinni er lokuð á morgun, en það verður opið á föstudaginn. Stefni á að mæta þá galvösk.
Það verður kannski ekki nóg að byrja í ræktinni. Mataræðið verður tekið í gegn líka. Ekkert sukk og svínarí, nema bara í algjöru hófi :)
Matseðill næstu daga hljóðar svo
miðvikud : gufusoðinn fiskur með fersku salati og alfaalfa spírum og kartöflum
fimmtud : Hakk og spagetti
föstud : grillaður lax, ferskt salat og sýrður rjómi
laugard : salat með bbq kjúklingabitum
sunnud : grillað naut, kartöflur og salat
mánud : fiskur í ofni með skyrsósu, kartöflur og salat
þriðjud : spagetti með túnfiski, eggjum og grænmeti
nammi namm..
Hlakka þvílíkt til að háma þetta í mig, enda allt alveg svakalega gott og flest alveg rosalega hollt.
1 Comments:
At 8:49 e.h., Unknown said…
Vá hvenær á ég að mæta í matinn..hehe. Hlakka til að fara að hitta þig í ræktinni Dagný mín
Skrifa ummæli
<< Home