MATARGATIÐ

sunnudagur, september 11, 2005

Restaurant Linnen

Nú er ég búin að eignast uppáhalds uppáhalds veitingastað hér í bæ.

Við áttum alveg frábæra kvöldstund í gær með Ölmu og Gumma. Hjóluðum til þeirra kl 20:00 og síðan niður í bæ. Við vorum nú aðeins að flissa yfir því þar sem það var byrjað að rigna svolítið og svo heyrðist í þvílíku þrumunum og við á leið út að borða á hjólum og öll með regnhlífar :)
Sáum okkur í anda vera að gera þetta heima á Íslandi í svona veðri.

Kíktum fyrst inn á stað sem heitir Maik. Okkur hefur alltaf langað að borða þar, en þar voru öll borð í notkun. Héldum þá á Linnen og þar áttu þeir laust borð handa okkur :)
Við Ægir borðuðum einu sinni hádegisverð þarna fyrir nokkrum mánuðum en Alma og Gummi höfðu aldrei borðað þarna.

Vð ákváðum að vera bara grand á því þar sem þetta var barnlaust kvöld hjá okkur báðum (alveg yndislegt að fá að borða svona einu sinni í friði og fá bara að njóta matarinns)
Fengum okkur 3 rétta máltíð sem átti að koma að óvart...spennandi.

Fengum m.a grillaðan túnfisk, lamb frá Írlandi og fleira gotterí.

Ótrúlega gaman að borða svona marga skemmtilega rétti sem eru fallega bornir fram og fá góða þjónustu. Þjónarnir voru t.d alltaf með hvíta hanska þegar þeir komu með ný glös eða hnífapör :)
Svo finnst mér algjört æði þegar baðherbergin er extra flott :) frábært að fá að þurka sér í lítið handklæði eftir þvott í staðin fyrir að nota harðar bréfþurkur eða bara blástursgræju. Lúxus.

Með hverjum rétti fenguð við vín sem passaði við og eftir matinn fengum við kaffi og FULLT af fallegu konfekti.
Kokkurinn kom svo fram eftir matinn til að tékka á því hvort allt hefði ekki verið í lagi, og svo tók eigandinn (að ég held) í hendina á okkur öllum þegar við fórum :) frekar flott.

Heimferðin var frekar fyndin. Það var alveg ausandi rigning, þrumur og eldingar og við öll á hjólunum.
Komum aðeins við hjá Ölmu og Gumma og þar beið okkar þessi líka sæti froskur í forstofunni.

Ég mæli með því að þið kíkið á bloggið hennar Ölmu við tækifæri. Ég er viss um að hún setji inn fínar myndir af matnum sem við fengum inn á matarbloggið sitt :)
Ég nebblega gleymdi myndavélinni heima :(

3 Comments:

  • At 10:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ótrúlega flott!!! Ég held maður verði nú bara að fara að fletta matreiðslubókum fyrir heimferðina ykkar í desember ef þið skylduð koma í mat til okkar ! Þið eruð orðin svo góðu vön að maður verður að brydda upp á einhverju almennilegu :)

     
  • At 12:54 e.h., Blogger Dagný said…

    Ekkert stress Linda mín. Ég vil gjarnan fá hjá þér eitthvað nógu sveitalegt eins og bara slátur eða kjötsúpu.
    Það klikkar aldrei

     
  • At 3:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sjúkk maður. Eins gott ég var alveg í stressi :)

     

Skrifa ummæli

<< Home