MATARGATIÐ

þriðjudagur, september 06, 2005

Óvissuferðin (stutta útgáfan)

Helgin var stórgóð og allir mjög glaðir og sáttir :)
Við lögðum af stað til Antwerpen í Belgíu snemma á laugardaginn. Vorum tæplega klukkutíma að keyra þangað. Við byrjuðum á því að kíkja inn í fallegu kirkjuna sem er þar í borg og fórum svo og fengum okkur snarl og röltum um.
Tékkuðum okkur inn á hótelið okkar og sjænuðum okkur til.
Síðan fórum við öll saman (ég, Ægir, Guðrún, Leifur og Malín) á hótelbarinn þar sem við fengum okkur fordrykk.
Fórum svo út í blíðuna (hátt í 30 gráður og að mestu sól)
Borðum á Argentísku steikhúsi sem var þrælgott. Við Guðrún fengum okkur báðar flottan rækjuforrétt og svo borðuðum við öll sverar nautasteikur namminamm.
Eftir matinn röltum við af okkur mestu sedduna enda veðrið algjört æði. Malín fannst ekki leiðinlegt að fá að valsa um á samfellunni, enda ekkert smá duglega að labba.
Malín sofnaði svo bara í vagninum sínum og við héldum áfram að rölta aðeins um.
Fórum svo bara upp á hótel og þar hélt Malín áfram að sofa í herberginu okkar, en við hin fórum yfir í næsta herbergi og kjöftuðum. (Ótrúlega sniðugur sá, eða sú sem fann upp hlustunargræjuna :)

Daginn eftir héldum við svo niður saman í morgunmat og röltum svo aðeins um í garðinum sem er beint á móti hótelinu. Malín varð aðeins að fá að spretta úr spori áður en lengra var haldið.

Við fórum svo til borgar sem heitir Gent. Hann Hemmi í heilsuhúsinu á Akureyri benti tengdó á að fara í þessa borg ef þau gætu.
Ekki sjáum eftir að hafa farið eftir því, þar sem þetta er án efa lang lang fallegasta borg sem ég hef séð. Miðbærinn er allur alveg æfagamall, húsin ótrúlega falleg og litrík og veitingastaðir út um allt.
Við Ægir erum sko búin að ákveða það að skreppa sem allra fyrsta aftur í þessa skemmtilegu og fallegu borg.
Þarna röltum við um, kíktum inn í kastala, fengum okkur dýrindis mat og sleiktum sólina sem lét sig ekki vanta þennan daginn.
Veðrið er nú búið að vera ótrúlega gott síðustu daga, eða alveg síðan tengdó komu.
Ætluðum ekki að tíma því að fara heim, en þar sem Ægir var að mæta í vinnu í gær að þá var víst ekki hægt að stoppa lengur :(
Við hefðum annars öll verið til í það að fá okkur herbergi þarna og vera einn auka dag.
Brunuðum heim og komum við á stað hér niðri í bæ og fengum okkur smá tapas snarl.

Allir voru dauðþreyttir eftir þessa skemmtilegu helgi og því voru allir komnir í ból um kl 22:00

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home