MATARGATIÐ

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Frábærir dagar.

Það var ótrúlega gaman að fá Eini og Lindu hingað til mín. Ji hvað ég hló mikið um helgina :)
Strax og þau komu á fimmtudeginum var boðið upp á léttar veitingar og síðan drifum við okkur á jólamarkaðinn sem er hérna rétt hjá. Eftir það var förinni heitið til Tilburg.
Við tókum því rólega á föstudeginum, röltum niður í bæ, kíktum á kaffihús og versluðum. Um kvöldið fórum við svo á kínverskan veitingastað sem er algjör snilld. Keyptum 4 rétti, hrísgrjón, núðlur, og drykki og kostaði það heilar 1500 kr. á mann :)
Þegar heim var komið tók við gríðarleg skemmtun. Nýji Duran dvd diskurinn var settur á og þá byrjaði ballið :)
Eftir Duran var svo aðeins kíkt á Robbie :)
Á laugardaginn var svo haldið til Den Bosch. Alltaf gaman að kíkja þangað. Þar var mikið verslað en að sjálfsögðu verslaði ég mest. Alveg merkilegt að það skuli alltaf gerast.
Við Ægir keyptum okkur bæði Nike íþróttaskó, ég fékk mér líka galla í ræktina og svo var að sjálfsögðu aðeins spreðað í H&M, en það var reyndar bara handa Malín í þetta skiptið.
Ægir og Einir fóru svo og sóttu Mömmu á flugvöllin og voru þau komin hingað heim aftur kl sjö. Þá vorum við Linda búnar að græja okkur fyrir Linnen. Vorum mætt þangað kl átta...gaman gaman.
Það var ekki mjög leiðinlegt þar. Maturinn flottur og góður fyrir utan forréttinn. Það var hrár hörpudiskur með einhverju pate...jakkkk.
eigandinn kom samt strax aftur og og bauð mér annan rétt :) Það var lax með rækjumús..voða gott.
Skruppum svo á einn stað á leiðinni heim og fengum okkur smá hressingu.
Ægir tók upp Hollenska idolið fyrir okkur, þannig að við horfðum á það eftir að við komum heim, mikið gaman, mikið fjör :)
Einir og Linda fóru svo heim aftur á sunnudaginn :( en mútta mín er hér ennþá og verður fram á fimmtudag.

1 Comments:

  • At 4:10 e.h., Blogger Unknown said…

    Gaman að sjá myndir frá þér Dagný mín. Það hefur greinilega verið mikið stuð hjá ykkur. Ég hef verið að reyna að blogga síðustu daga en ekkert gengur...kemur alltaf einhver villumelding :( Hætti ekki að reyna..

     

Skrifa ummæli

<< Home