MATARGATIÐ

föstudagur, nóvember 25, 2005

Þvottadagar framundan

Jæja jæja loksins loksins.
Erum búin að fá okkur nýja þvottavél :)
Gáfumst upp á heimsku kerlingunni í Kópavogi eftir að hún sendi okkur enn einn vitlausa varahlutinn.
Spanderuðum í AEG 6 kg vél sem er 1400 snúninga. Kostaði með heimsendingu og uppsetningu 53.000 kr íslenskar. Svona vél heima kostar 100.000 kall takk fyrir.
Það er búið að setja í 3 vélar núna í dag og klukkan bara rétt rúmlega hádegi :)
Byrjuðum á því að setja í eina vél seint í gærkvöldi og stilltum bara á tíma þannig að hún yrði rétt búin að þvo þegar ég færi á fætur. Það er nú bara algjör snilld að hafa þann möguleika fyrir hendi.
Þvotturinn er varla blautur þegar hann kemur úr vélinni þannig að hann verður sennilega ekki mjög lengi að þorna þarna uppi á lofti hjá mér. Ótrúlegt hvað það virðist muna að hafa 1200 eða 1400 snúninga vél. Ég er ekki alveg að fatta það hvernig hún Linda systir mín fer hreinlega að því að hafa bara 800 snúninga vél. Þurkarinn hennar hlýtur bara að vera allan daginn að þurka þvottinn hennar.

Best að drattast upp á loft og setja í vél númer 4 í dag :)
Góða helgi.

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home