MATARGATIÐ

þriðjudagur, mars 07, 2006

Pallatími

Fór í minn fyrsta pallatíma í morgun og obbosí. Hvað er maður lélegur? Ég átti mjög erfitt með mig allan tímann og það lá við að ég dræpist úr hlátri á tímabili. Gat með engu móti stigið upp og niður á pallinn og gert handaæfingar um leið. Vona að ég verði ekki alveg jafn nörraleg í næsta tíma.

Annars er það að frétta úr ræktinni að það er búið að taka búningsaðstöðuna í geng. Þetta er allt annað líf núna. Komnir rosa flottir skápar í dökkum lit og svo er búið að mála allt hvítt og setja stórar brúnar leðurpullur á nokkra staði til að tilla sér á. Frekar flott.
Þarna er líka búið að koma fyrir standlampa (ljósabekk) sem allir geta notað eins og þeir vilja. Ég er nú að hugsa um að rjúfa ljósabindindið mitt langa og prufa þetta svona í gamni. Það væri nú gaman að vera komin með svona eins og fjórar fimm freknur fyrir brúðkaup. Ég held að ég hafi ekki farið í ljós í rúm fimm ár enda er það bölvaður óþverri og stórhættulegt. En hvað gerir maður ekki fyrir stóra daginn sinn.

1 Comments:

  • At 9:02 f.h., Blogger Dagný said…

    Þar fær maður engar freknur :( þær eru jú aðal sportið.

     

Skrifa ummæli

<< Home