MATARGATIÐ

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Bumbulíus

Já já ég er bumbulíus eins og þið vitið kannski öll nú þegar. Kannski eru einhverjir 2 þarna úti sem hafa ekki frétt það eða hafa ekki tekið eftir því á síðustu myndum :)
Er komin 15 vikur á leið og allt gengur bærilega. Áætlaður fæðingardagur er 17 oktober n.k.
Ég var að vonast til að verða hressari heldur en síðast en ég er strax farin að efast um að það verði svo, því miður. Fékk slæma grindargliðnun og grindarlos þegar ég gekk með Malín og var það alveg ferlegt. Var með svakalega verki ut um allt og átti erfitt með að labba, sérstaklega upp stiga og gat alls ekki labbað hratt né stigið stór skref. Fór í sjúkraþjálfun sem hjálpaði mér nú aðeins en ég var samt agelega ónýt :(
Ég er strax farin að finna fyrir breytingum í grindinni. Aðalega þó í rófubeininu. Er nánast með stanslausan stingandi verk sem eykst þegar ég labba hratt, ryksuga eða geri eitthvað þannig lagað. Ég fann rosa mikið fyrir þessu í gær þegar við Malín röltum niður í bæ. Ég labbaði alls ekki hratt en fékk þennan líka þvílíka sting í rófuna sem er ekki mjög þægilegt. Ég veit bara ekki hvernig eg fer að ef ég get ekki þrammað um allt í blíðunni í sumar. Ekki mjög spennandi hvorki fyrir mig né Malín að hanga bara heima á rassinum.
En...
maður vonar bara það besta. Kannski ég verði bara úber hress allan tímann :) Ætla að reyna að komast í sjúkranudd og þjálfun sem fyrst.

2 Comments:

  • At 4:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    OJJj ég fæ verk af tilhugsuninni ENNNN það jákvæða við þetta er að þú getur þá bara setið þeim mun meira í sólbaði og slappað af og farið í sund og svona:)
    Hafðu það gott væna mín, gaman að loksins geta farið að spjalla um þetta svona opinberlega;)

     
  • At 8:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Endilega settu inn mynd af Ægi þegar hann fer að brúka ryksuguna! Annars verðum við strákarnir bara að þrífa hjá þér og gera allt sjæní fyrir 17.okt þegar við komum í húsfeðraorlofið til Hollands í haust hehe.(hvað eru annars mörg l í Hollllandi)
    kv Baddi

     

Skrifa ummæli

<< Home