Helgin
Þræl fín helgi að baki. Veðrið var alveg frábært, sól nánast allan tímann og hiti á bilinu 26-30 gráður :) Mér var nú samt oft hálf svona kalt, alveg merkilegt.
Hjóluðum mikið og borðuðum úti í gardi voða næs. Setti inn nokkrar myndir frá helginni.
Ofnæmið er ekki eins slæmt en alls ekki nógu gott. Fór til læknis áðan og vildi hann að ég prófaði eitthvað nefsprey. Á að taka það 2 - 3 á dag en svo má ég taka eina töflu með líka ef ég er hrikalega slæm. Hún sagði nú samt að ég ætti bara að reyna alveg að sleppa því að taka töflur út af óléttunni. Vonandi að þessi tími fari bara að verða búinn. Hún sagði að þetta væri einmitt versti tíminn núna og það væru mjög margir að fá ofnæmi núna enda tíðin óvenju slæm.
Hjóluðum mikið og borðuðum úti í gardi voða næs. Setti inn nokkrar myndir frá helginni.
Ofnæmið er ekki eins slæmt en alls ekki nógu gott. Fór til læknis áðan og vildi hann að ég prófaði eitthvað nefsprey. Á að taka það 2 - 3 á dag en svo má ég taka eina töflu með líka ef ég er hrikalega slæm. Hún sagði nú samt að ég ætti bara að reyna alveg að sleppa því að taka töflur út af óléttunni. Vonandi að þessi tími fari bara að verða búinn. Hún sagði að þetta væri einmitt versti tíminn núna og það væru mjög margir að fá ofnæmi núna enda tíðin óvenju slæm.
2 Comments:
At 2:45 e.h., Nafnlaus said…
Jiii... hvað það vottar fyrir öfund hjá manni að sjá allar þessar geggjuðu myndir. Gaman að geta fylgst með ykkur, þú ert svo dugleg að setja inn myndir. Væri sko til í að skreppa í eina viku til ykkar í sumar og heimsækja ykkur.... Oh, maður vonar bara að sumarið eigi eftir að verða gott hérna á Akureyri city ;) Annars biðjum við bara að heilsa og vonandi lagast þetta bansetta ofnæmi sem fyrst, þekki þetta af fyrri reynslu, þetta er ömurlegt.. :( Kossar og knús frá okkur til ykkar...
kv. Jóhanna og feðgarnir ;)
At 3:00 e.h., Dagný said…
Jebb. Hér er gott að vera :)
Þið eruð báðar velkomnar í heimsókn.
:)
Skrifa ummæli
<< Home