MATARGATIÐ

mánudagur, júní 12, 2006

Frábær helgi.

Þessi helgi er búin að vera hreint út sagt frábær. Veðrið gæti ekki verið betra um og yfir 30 gráður og sól sól sól :) Þetta er sko veðrið fyrir mig. Loksins er mér ekki lengur kalt, heldur bara svona mátulega hlýtt. Ægir var að kafna úr hita hérna í gær en mér fannst þetta svo notalegt, alls ekki of heitt. Termóið í mér er greinilega aðeins öðruvísi en í flestum ófrískum konum.
Við fórum í hjóltúr á laugardagsmorguninn sem var ótrúlega skemmtilegur. Hjóluðum aðeins í skóginum hérna og fórum svo niður í bæ, gáfum öndunum og settumst aðeins niður á kaffihúsi. Komum við hjá fisksalanum hérna niðri í bæ (sem er sennilega sá dýrasti í Hollandi) og keyptum okkur rétt rúmlega 200 gr. af skötuseli og borguðum við fyrir hann 15 evrur sem gera næstum því 1500 kall. Kílóið á u.þ.b 5000 kall takk fyrir. Hrikalegt verð. Komum við í einni búð á leiðinni heim og versluðum borð og stól handa Malín til þess að hafa úti í garði. Hún er aldeilis að græða þessa dagana. Það er bara stanslaust spreðað í eitthvað handa henni.
Eftir blund hjá Malín drifum við okkur á ströndina sem er hérna í bænum hjá okkur. Ofsalega gaman þar og mikið stuð. Þarna eru 3 sundlaugar, fullt af leiktækjum og svo strönd með fullt af sandi. Sundlaugarnar eru allt allt of kaldar finnst mér og því ekki fræðilegur að vera mikið þar ofaní. Malín greyjið var auðvitað ólm í að busla þar en nötraði svo og skalf úr kulda, en viðurkenndi það að sjálfsögðu ekki. Gátum því miður ekki verið mjög lengi þarna þar sem það lokar bara allt of snemma :( hundfúlt.
Fórum heim og grilluðum skötuselinn og rækjur og borðuðum út í garði í hitanum. Frekar næs.
Fórum svo aftur á ströndina í gærmorgun og busluðum við aðeins í vatninu eftir að hafa prófað sundlaugarnar aftur. Það er svo miklu heitara vatnið þar. Fórum svo heim og græjuðum afmælisveislu. Gauti og Annemieke komu með þessa stóru og fínu sundlaug sem við settum út í garð og gerði hún mikla lukku hjá krökkunum. Húsið sem við keyptum fyrir peninga sem Malín fékk í afmælisgjöf frá frænkum sínum þeim Gunndísi og Kristínu var líka rosalega mikið notað, krökkunum fannst ekki mjög leiðinlegt að leika sér þar :)
Eftir HM leikinnn sem Hollendingar voru að spila var farið í það að grilla pylsur handa liðinu og síðan var stubba terta og ýmislegt annað gúmmilaði á eftir. Þetta var þvílíkt góður dagur og allir fóru sáttir og sælir heim.
Þegar við fórum að sofa í gærkvöldi voru ennþá 27 gráður og sól. Þetta er sko lífið :)

2 Comments:

  • At 4:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ hó
    Geggjað að heyra af þessu flotta veðri hjá ykkur. Þvílík öfund hér enda bara rigning :( en samt var fínt veður á laugardaginn - 15 stig en engin sól. Hefði sko verið til í að vera með ykkur í sólinni og grillafmælisveislu. Við héldum afmælisveislu á laugardaginn ásamt opnunarpartýi. Já loksins - Gummi er búinn að opna vefinn sinn :)
    Set inn partýmyndir í dag á vefinn minn
    Kær kveðja, Alma og co

     
  • At 10:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ. Já þetta er lífið, vildi bara sejga þér þú misskyldir mig aðeins á blogginu:) það er búin að vera sami hitinn hjá okkur, 20 gráður í morgun kl 8 en var 27-30 í gær í forsælu fórum á "ströndina" í gær yndislegt sko, maður einmitt þarf að venjast því að sofna á kvöldin í þessum svakalega hita, það var komið uppí 27 gráður í skugganum þegar við vorum að fara uppá Arlanda kl 11 í morgun hefði verið dásemnd að halda áfram í þessum hita en erum núna mætt í þvílíka kuldan OJJJJJ.
    Bið að heilsa ykkur:)Hafið það rosa rosa gott

     

Skrifa ummæli

<< Home