Skemmtilegheit.
Ég fór í minn fyrsta aquajoggin tíma núna áðan sem er sundleikfimi. Þetta var nú bara svo hressandi. Gott að busla svona í vatni með stóran kút á sér. Fyrst þegar ég kom út að þá sá ég að þarna voru 2 gamlar að setja á sig kúta og taldi ég það væri bara fyrir þær sem vildu, en nei nei allir fengu kúta. Sundlaugin er þannig að maður nær ekki niður í botn (a.m.k ekki ég :) og kútarnir eru til þessa að auðvelda manni að standa bara beinn í vatninu. Það væri frekar erfitt að þurfa stanslaust að troða marðvaða. Æfingarnar voru bara léttar og skemmtilegar og skildi ég bara nánast allt sem átti að gera. Hélt kannski að ég yrði bara alveg úti að aka en það slapp :)
Ætla að fara aftur á miðvikudaginn kemur. Vona bara að sólin láti sjá sig þá, það væri nú ekki slæmt. Þarna við sundlaugina eru þessir fínu bekkir sem hægt er að leggjast á og sóla sig. Maður verður nú að prufa það.
Jæja nú er ég orðin löglegur ökumaður hér í landi aftur. Ég mátti nefnilega bara hafa Íslenska ökuskírteinið mitt í eitt ár en svo þarf maður að fá sér Hollenskt. Þetta er nú meira dæmið. Þetta er ekkert líkt þessu sem við höfum heima, heldur er þetta hálfgerð bók. Svona skilríki á maður víst að ganga með á sér alla daga hér en sénsinn að ég nenni að dröslast með þetta út um allar trissur. Þetta fer nú bara beint inn í hanskahólf á bílnum. Talandi um hanskahólf..ji hvað það er hallærislegt heiti á smá hólfi. Það væri nú kannski hægt að finna eitthvað annað orð á þetta. Ætli það sé einhver sem geymir hanskana sína þarna? Held ekki.
Ég er farin að fylgjast með þáttunum Greys Anatomy af fullum krafti. Ótrúlega skemmtilegir þættir :) Ég er nú bara á þætti sex núna, en þetta lofar rosa góðu.
Skemmtilegt :)
Ætla að fara aftur á miðvikudaginn kemur. Vona bara að sólin láti sjá sig þá, það væri nú ekki slæmt. Þarna við sundlaugina eru þessir fínu bekkir sem hægt er að leggjast á og sóla sig. Maður verður nú að prufa það.
Jæja nú er ég orðin löglegur ökumaður hér í landi aftur. Ég mátti nefnilega bara hafa Íslenska ökuskírteinið mitt í eitt ár en svo þarf maður að fá sér Hollenskt. Þetta er nú meira dæmið. Þetta er ekkert líkt þessu sem við höfum heima, heldur er þetta hálfgerð bók. Svona skilríki á maður víst að ganga með á sér alla daga hér en sénsinn að ég nenni að dröslast með þetta út um allar trissur. Þetta fer nú bara beint inn í hanskahólf á bílnum. Talandi um hanskahólf..ji hvað það er hallærislegt heiti á smá hólfi. Það væri nú kannski hægt að finna eitthvað annað orð á þetta. Ætli það sé einhver sem geymir hanskana sína þarna? Held ekki.
Ég er farin að fylgjast með þáttunum Greys Anatomy af fullum krafti. Ótrúlega skemmtilegir þættir :) Ég er nú bara á þætti sex núna, en þetta lofar rosa góðu.
Skemmtilegt :)
2 Comments:
At 8:00 e.h., Nafnlaus said…
Já bíddu bara... þáttur sex... þá er fjörið rétt að byrja :)Ég er á þætti 24 og 25-28 biða í tölvunni :)enn jafn skemmtilegt
At 8:52 f.h., Dagný said…
Þú ert sennilega á seríu 2 er það ekki? Það eru nefnilega bara 9 þættir í fyrstu seríu þannig að ég á nóg af skemmtilegheitum eftir :)
Skrifa ummæli
<< Home