MATARGATIÐ

þriðjudagur, júní 13, 2006

Sumarblíða

Það er ekki laust við að maður hafi svitnað svona rétt aðeins í dag enda um 35 gráður og sól :)
Við mæðgur erum búnar að hafa það mjög næs í dag, búnar að sitja úti í sólinni, svamla í sundlauginni út í garði, fara í boltaleiki úti á túni og hjóla um og skoða dýrin.
Ég er ekki frá því að ég sé bara komin með töluverðan lit eftir þessa hitabylgju, eða ég er kannski aðalega rauð :) er pínu brunnin á enninu sem er alltaf jafn smart.
Veðrið fer nú eitthvað niður á við á morgun. Hitinn á ekki að vera nema um 22 gráður og svo held ég svei mér þá að þeir spái þrumum og eldingum þannig að kannski maður drattist loksins í tiltekt. Það hefur ekki farið mikið fyrir svoleiðis löguðu undanfarna daga enda alltaf sól sól og aftur sól.

Annars erum við mæðgur bara einar í kotinu núna. Ægir fór núna áðan til Þýskalands ásamt öðrum manni og verða þeir eina 6 tíma á leiðinni gaman gaman fyrir þá eða þannig.
Hann kemur samt sem betur fer heim aftur seint annaðkvöld þannig að við verðum ekki húsbóndalausar lengi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home