MATARGATIÐ

þriðjudagur, júní 06, 2006

Síðustu dagar.

Það er búið að vera ljómandi hérna hjá okkur síðan mamma kom. Veðrið hefði mátt vera miklu betra en ég nenni nú ekki að kvarta meira undan því.
Erum búin að þvælast mikið og skoðað ýmislegt eins og t.d listasýningu sem er haldin árlega hérna niðri í bæ. Þarna eru margir listamenn sem sýna skúlptúra í öllum stærðum og gerðum og verðið á þeim er alveg frá því að vera hátt upp í hrikalegar upphæðir sem maður kann varla að bera fram.
Setti nokkrar myndir inn hér fyrir neðan frá þessari sýningu.

Svo er það bara Frankfurt í fyrramálið. Ætlum að skoða okkur þar um og gista eina nótt, en svo fer bara mamma heim þaðan annaðkvöld :( þessi tími er nú búinn að vera agalega fljótur að líða. Það verður ferlegt að sjá hana kannski ekkert fyrr en um jólin næst.
Annars er nú frekar stór dagur á morgun hjá okkur. Litla mús verður 2 ára :)
Gaman að því, við vorum búin að kaupa handa henni þríhjól í afmælisgjöf fyrr í sumar en svo höfum við keypt ýmislegt fleira handa henni og höfum pakkað inn í marga pakka þannig að hún hafi marga pakka til að opna á morgun :) Ekkert gaman að fá bara 3 pakka, miklu meira stuð að fá marga litla :) Ætlum að geyma nokkra til að opna á leiðinni til Frankurt þannig að henni leiðist kannski ekki eins mikið. Þetta eru nefnilega 3 og hálfur tími í keyrslu og því ekki víst að allir verði sáttir alla leiðina.
En síðan verður afmælisveisla á sunnudaginn og þá verður líklega stuð á minni :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home