Belgia
Fórum í stutt ferðalag snemma á miðvikudaginn. Keyrðum á strandstað sem heitir Knokke-Heist en það er um 2 og hálfur tími. Ætluðum svo aldrei að finna bílastæði þarna en það hafðist sem betur fer fyrir rest. Fengum æðislegt veður en þetta var víst heitasti dagurinn á árinu sagði okkur kona ein, um 35 gráður (það var nú samt sennilega ekki jafn heitt þarna við sjóinn eins og í Brugge). Fundum samt ekki mikið fyrir hitanum svona upp við sjóinn. Rosalega notalegt að fá gustinn svona á sig :)
Þessi strönd var ekkert smá stór, maður sá hvorki hvar hún byrjaði né endaði.
Keyrðum svo seinnipartinn yfir til Brugge en það var tæpur klukkutími. Bókuðum okkur inn á hótelið okkar sem var staðsett alveg í miðbænum, sturtuðum okkur öll (ekki veitti af eftir strandferðina) og drifum okkur út í göngutúr í blíðunni. Þarna eru hrikalega fallegar byggingar, fullt af síkjum og kaffi og veitingahús á hverju horni. Borðum á einu veitingahúsi sem staðsett var á einu torginu og fengum við okkur bæði fína steik. Malín fékk sér ommilettu sem hún reif alveg í sig :) Við erum ekki ennþá að ná okkur eftir reikninginn sem við fengum eftir þessa ferð :( hundrað og tíu evrur takk fyrir sem er nú bara alveg slatti miðað við reikningana sem við höfum verið að fá hér í Hollandi. Bjórinn kostaði heilar 7 evrur sem er um 700 kallinn, drykkirnir mínir og Malínar voru á um 5 evrur stykkið og Ommilettan hennar Malínar kostaði næstum því 13 evrur takk fyrir. Þetta voru sennilega heil 2 egg og nokkrir sveppir.
Röltum svo aðeins um en fórum svo bara snemma upp á hótel alveg búin á því. Nóttin var frekar erfið, en það var hrikalegur hiti inni í herberginu okkar. Það varð okkur sennilega til lífs að við skildum taka viftuna okkar góðu með okkur.
Eftir morgunmat röltum við aðeins um bæinn og fórum í æðislega siglingu um síkin þarna. Mikið rosalega er fallegt þarna :) Það er líka bara svo frábært að geta setið og slappað af á meðan maður nýtur útsýnisins. Ég var nefnilega ekki í miklu gönguformi og því var þetta alveg upplagt fyrir okkur. Maður sér líka svo mikið á stuttum tíma þegar maður fer í svona siglingar. En fyrir ykkur sem eruð í ferðahugleiðingum, að þá mæli ég sko með bæði Brugge og Gent í Belgíu. Æðislegar gamlar borgir sem maður getur skoðað margt og mikið. Eftir hádegið komum við svo við í Antwerpen á leiðinni heim. Röltum þar um en það höfum við gert oft áður. Það er líka borg sem vert er að heimsækja.
Vorum komin heim rétt fyrir kvöldmat. Fengum okkur skyr og ber og allir glaðir og ánægðir með vel heppnaða ferð.
Þessi strönd var ekkert smá stór, maður sá hvorki hvar hún byrjaði né endaði.
Keyrðum svo seinnipartinn yfir til Brugge en það var tæpur klukkutími. Bókuðum okkur inn á hótelið okkar sem var staðsett alveg í miðbænum, sturtuðum okkur öll (ekki veitti af eftir strandferðina) og drifum okkur út í göngutúr í blíðunni. Þarna eru hrikalega fallegar byggingar, fullt af síkjum og kaffi og veitingahús á hverju horni. Borðum á einu veitingahúsi sem staðsett var á einu torginu og fengum við okkur bæði fína steik. Malín fékk sér ommilettu sem hún reif alveg í sig :) Við erum ekki ennþá að ná okkur eftir reikninginn sem við fengum eftir þessa ferð :( hundrað og tíu evrur takk fyrir sem er nú bara alveg slatti miðað við reikningana sem við höfum verið að fá hér í Hollandi. Bjórinn kostaði heilar 7 evrur sem er um 700 kallinn, drykkirnir mínir og Malínar voru á um 5 evrur stykkið og Ommilettan hennar Malínar kostaði næstum því 13 evrur takk fyrir. Þetta voru sennilega heil 2 egg og nokkrir sveppir.
Röltum svo aðeins um en fórum svo bara snemma upp á hótel alveg búin á því. Nóttin var frekar erfið, en það var hrikalegur hiti inni í herberginu okkar. Það varð okkur sennilega til lífs að við skildum taka viftuna okkar góðu með okkur.
Eftir morgunmat röltum við aðeins um bæinn og fórum í æðislega siglingu um síkin þarna. Mikið rosalega er fallegt þarna :) Það er líka bara svo frábært að geta setið og slappað af á meðan maður nýtur útsýnisins. Ég var nefnilega ekki í miklu gönguformi og því var þetta alveg upplagt fyrir okkur. Maður sér líka svo mikið á stuttum tíma þegar maður fer í svona siglingar. En fyrir ykkur sem eruð í ferðahugleiðingum, að þá mæli ég sko með bæði Brugge og Gent í Belgíu. Æðislegar gamlar borgir sem maður getur skoðað margt og mikið. Eftir hádegið komum við svo við í Antwerpen á leiðinni heim. Röltum þar um en það höfum við gert oft áður. Það er líka borg sem vert er að heimsækja.
Vorum komin heim rétt fyrir kvöldmat. Fengum okkur skyr og ber og allir glaðir og ánægðir með vel heppnaða ferð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home