MATARGATIÐ

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Nú er sko komið haust og kannski rúmlega það.

Hæbb.
Allt gott að frétta af okkur Hollendingum. Dálítil þreyta í liðinu en það er nú bara eðlilegt held ég. Stubbalína var ekki á þeim buxunum að sofa mikið í nótt. Vildi bara drekka stanslaust og láta brasa með sig þess á milli. Við sofnuðum þess vegna ekki fyrr en um eða upp úr fimm :( Vona að þetta sé ekki komið til þess að vera. Hún er nú búin að vera svo þæg og góð allan sólarhringinn. Ekki beint hægt að kvarta yfir henni.
Ég fór út í fyrsta sinn í dag síðan ég kom heim eða svona næstum því. Skrapp nú reyndar með Ægi í bakarí í fyrradag. Heilsan hefur bara ekki verið að bjóða upp á það fyrr. Er loksins orðin aðeins skárri í skrokknum og svo finn ég ekki eins hrikalega mikið til í saumunum eins og ég gerði. Hún mútta mín bjargaði mér sko alveg. Sendi mér þennan líka fína mikka og mínu mús sundhring sem ég hef ekki skilið við mig. Það er fyrsti dagurinn í dag sem ég get án hans verið. Loksins loksins hugsar greyjið Malín. Henni hefur fundist ég vera ansi mikið eigingjörn á hann en nú getur hún sem sagt leikið sér með hann :)

Það byrjaði jólamarkaður hérna hjá okkur 21 oktober en þetta er árlegur viðburður hér. Ég var búin að ætla mér að fara með tengdamömmu þangað fyrsta daginn sem hann opnaði en það varð auðvitað ekkert úr því þar sem ég fór upp á spítala og átti stubbalínu mína.
Við skruppum því í dag þar sem ég er loksins orðin sprækari. Það var alveg meiri háttar gott að komast aðeins út. Ég var bara ekkert svo mikið Ozzy-leg. Held ég hafi bara labbað nokkuð eðlilega. Varð samt ansi þreytt eftir labbið og fékk mér góða kríu þegar heim var komið.

Það er pínu fyndið hvað veðrið virðist breytast hratt hérna hjá okkur um mánaðarmót okt-nóv. Það var búið að vera gott veður hérna hjá okkur mest allan oktober og hitinn fór oft upp fyrir 20 gráðurnar. Svo núna síðustu vikuna í oktober að þá hefur bara verið hrikalegur kuldi og bara vetrarlegt um að litast. Ægir og Leifur lentu nú meira að segja í haglél í gær á leiðinni frá Amsterdam en þeir skruppu þangað til að redda vegabréfi fyrir stubbinn.
Ég man að þetta var nákvæmlega eins í fyrra. Það var æðislegt veður allan oktober en svo brast bara á með vetri í nóvember.
Annars finnst mér bara skrítið að það sé kominn nóvember. Nú styttist nú aldeilis í að mín eigi afmæli :) og eftir það styttist all hratt í að við komum heim til Íslands gaman gaman.
Reikna með því að við komum bara snemma í desember þannig að þið þarna heima skulið vera snör í snúningum með að bóka okkur (helst í mat eða annað gúmmilaði hi hi) ef þið viljið hitting.

Segi þetta nóg í bili.
Mér heyrist að Stubban mín sé að vakna og þáð þýðir bara eitt. MATARTÍMI TAKK FYRIR.

Setti nokkrar myndir inn á barnalandið í gær.

1 Comments:

  • At 10:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Bóka Bóka Bóka ykkur plísssssssss..
    Víst að ég hef staðið mig svo agalega vel að koma í heimsókn til ykkar þá væri yndislegt að þið gerið betur og kíkið á mig og gefið mér stórt KNÚS!!!! :o)
    ÉG HLAKKA MIKIÐ TIL AÐ SJÁ YKKUR.. VONA AÐ ÞIÐ GETIÐ GEFIÐ YKKUR SMÁ
    A TÍMA..
    Takk fyrir að vera svona dugleg að setja inn myndir það virkar ekki eins langt á milli þegar maður sér þær..
    Hafið það sem allra best...
    Kv. Linda R

     

Skrifa ummæli

<< Home