MATARGATIÐ

mánudagur, ágúst 06, 2007

Nokkrir ferðalagspunktar. (Betra er seint en aldrei)

Miðvikudaginn 18 julí lögðum við fjölskyldan ásamt múttu minni til Frakklands.
Gistum fyrstu nóttina á hóteli í litlum bæ örfáum mín. frá Disney.
Frekar gáfulegt alls saman þar. Það var t.d bannað að njóta matar og drykkjar upp á herbergjunum. Það var samt ekki í boði að fá neitt að borða í matsalnum nema maður léti vita með a.m.k 2 tíma fyrivara.

Emma gól sá um að allir væru ræs á slaginu sex. Við áttum því ekki í neinum vandræðum með að vera fyrst í morgunverðarhlaðborðið sem byrjaði hálf átta. Það var að sjálfsögðu stórglæsilegt. Snittubrauð og crossant í boði en engin álegg, sæt jógúrt og sæt morgunkorn...jommí eða þannig.
Mættum á slaginu níu í Disney. Rjómablíða og allir glaðir þrátt fyrir syfju. Fórum í báta og lestir, hringekjur og hittum skemmtilegar fígúrur. Toppurinn hjá Malín var sennilega að hitta vini sína Mikka og Mínu.

Gistum aftur á hótelinu og keyrðum svo af stað í sumarhúsið sem staðsett rétt við landamæri Frakklands en tilheyrir Ardenna héraðinu í Belgíu.
Sumarhúsið var með því verra og lummulegra sem maður hefur séð. Um leið og við opnuðum dyrnar kom þessi líka sterka fuggulykt á móti okkur. Við byrjuðum því á því að opna alla glugga og hurðir til að lofta út. Jújú..lyktin dofnaði en hún kom jafn óðum aftur. T.d í hvert sinn sem opnaður var skápur eða skúffur. Áhöld til eldhúsnota voru 3 eða eitthvað álíka en það var nú fyrir mestu að þarna voru léttvínsglös sem voru mikið notuð.
Eldavél og pottar voru nánast ónothæft, heitt vatn af skornum skammti, arinn sem virkaði ekki alveg sem skildi og svona var þetta allt saman. Svalirnar voru þær minnstu í mínum minnum, Eitt borð var úti á svölum sem náði nánast til allra hliða þannig að við 3 (ég, mamma og Ægir ) gátum rétt svo náð að troða okkur þarna út en það var auðvitað ekkert hægt að borða við borðið þar sem stólarnir komumst engan veginn upp. Ég hlussu brussan sá svo um að brjóta einn af stólunum fínu fyrsta kvöldið. Hlammaði mér sennilega svona hressilega á hann að hann fór bara alveg í spað greyjið. Það var frekar mikið fyndið og hlógum við mikið og lengi af nörraskapnum í mér.
Allir brunaskynjarar hússins (sem voru allir í lagi nota bene) fóru í einnig í gang fyrsta kvöldið á meðan Ægir var að steikja hallærislegasta nautakjöt ever. Það var að sjálfsögðu ekki grill á svæðinu og því varð að notast við fuggufýlupönnu. Píbbið í skynjurunum ætluðu aldrei að þagna þrátt fyrir að við værum búin að opna allt út og mamma og Ægir voru með viskastykkin á fullu við að reyna að fá reykinn í burt frá þeim. Háfaðinn var svo mikill að mamma endaði með því að fara út á svalir, brosa og veifa til nágrananna svo enginn færi að hringja á brunaliðið.
Ægir reyndi að kveikja í rómantíska arninum eitt kvöldið sem tókst nú ekki betur er svo að allt fylltist af reyk inni þannig að við máttum til með að svetta fullt af vatni á eldinn og drepa hann niður hið snarasta. Mamma, Malín og Emma vöknuðu svo allar næsta morgunn með svartar nasaholur hi hi.
Sturtan á svæðinu er alveg efni í heila ritgerð þannig séð. Sturtuhausinn var sá aumingjalegasti sem ég hef séð og bunan sem kom úr honum var svo stingandi að maður átti bágt með að láta hana sprauta á sig. Ég þakkaði nú bara pent fyrir að vera ekki brunninn eftir sólina því þá hefði ég ekki komist í sturtu í þessari ferð. Baðkarið var líka alltaf allt út atað í sandi þar sem sturtuhausinn var allur stíflaður og ekkert sturtuhengi var í boði þannig að allt varð rennblautt inni á baðherbergi eftir hverja sturtu. Frekar furðulegt. Svo var sko ekki í boði að fara í bað um leið og það var eldað því þá slökknaði á eldavélinni. Við komumst nú að því oftar ein einu sinni og oftar en tvisvar. Ótrúlega bjánalegt sístem.

Bústaðirnir voru staðsettir í alveg hrikalegum brekkum og vorum við nánast efst uppi. Móttakan og búðin voru svo sirka í miðjunni á fjallinu og svo aftur sundlaugin og veitingastaðurinn voru alveg neðst niðri. Það var því hálfgert batterí að komast á milli staða og frekar mikið púl. Fyrsta morguninn fórum við mamma og Malín í göngutúr niður að sundlaug og við urðum án gríns að skiptast á með að keyra Malín heim upp allar brekkurnar í kerrunni. Þetta var þvílíka líkamsræktin fyrir okkur og fengum við báðar strengi og fínarí.
Fyrirkomulagið í sundlauginni var nú BARA hlægilegt. Það mátti sko enginn fara út í laug án þess að vera með sundhettu en það var allt í lagi að skella sér ofaní án þess að sturta sig áður. Frekar mikið bjánalegt.

Þrátt fyrir þetta og margt annað sem var að þessum bústað að þá skemmtum við okkur alveg rosalega vel. Við fengum æðislegt veður og gátum notið þess og útsýnisinns, farið í siglingu og keyrt um sveitir og bæi. Frábært alveg hreint :)
Ég segi samt eins og mamma. Djö..... af hverju var maður ekki með dagbók og skrifaði allt niður jafn óðum. Það hefði sko verið hægt að búa til nörrabók ársins.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home