MATARGATIÐ

þriðjudagur, maí 31, 2005

Duran Duran klikka ekki :)

Jæja jæja jæja
Hvar á maður bara að byrja?
Kvöldið í gær var hreint út sagt SNILLLLD.

þið heima sem hafið tækifæri til að fara á Duran tónleika, vinsamlegast klúðrið því nú ekki. Þeir eru svo ótrúlega flottir gaurar :)
Við Alma lögðum af stað frá Oisterwijk kl fimm og vorum við komnar að höllinni rétt fyrir kl sjö...ji bara klukkutími í tónleika. Við vorum báðar alveg sársvangar og rifum við í okkur þessar fínu samlokur áður en við stigum inn í höllina. Þegar inn var komin var skoðað í töskurnar okkar og fékk ég ekki að fara með vatnsflöskuna mína inn :( frekar súrt. Það fyrsta sem við sáum svo þegar inn var komið vorum svipaðar flöskur til sölu (nema bara með áfengi í) frekar furðulegar reglur. Við vorum nú ekkert að kaupa okkur svoleiðis sull, þannig að við drifum okkur beint að næsta sölubás sem seldi ýmsan varning. Keyptum við okkur þessa líka sætu Duran boli og nokkur barmerki líka. Það var nú bara ekki hægt að sleppa því. Það er nú líka alveg tímabært fyrir mig að skipta út gamla góða duran merkinu mínu sem ég hef í einum jakkanum mínum. Held það sé síðan 85 eða eitthvað álíka.

Ég var nú fljót að fara úr svarta bolnum mínum sem ég var í og fara í þann nýja. Ótrúlega flottur bolur ( set mynd af honum inn síðar)
Ég mætti nefnilega með einnota myndavél á svæðið og svo er bara að sjá hversu vel myndirnar takast. Hef nú ekki mikla trú á þessu þar sem maður á að standa í 1-5 metra fjarlægð og vorum við ekki alveg svo nálægt. Kannski svona 6 -10 metra :)
En jæja
Spennan magnaðist eftir því sem klukkan tifaði og við Alma komum okkur fyrir mjög framalega.
Fólk er greinilega ekki að mæta jafn snemma á svona viðburði hér eins og heima. Við vorum nú frekar seinar en það var samt hálf tómur salurinn. Kl korter í átta byrjaði einhver dj að spila. Hann þambaði bjór og reykti ég veit ekki hvað margar sígarettur. Fólki fannst nú nóg komið eftir svona hálftíma, en nei nei..minn var ekkert á því að hætta. Á endanum mættu einhverjir gaurar á sviðið og fóru að taka dótið hans saman. Eftir þetta komu svo nokkrir gaurar á sviðið til að prófa græjurnar og tók það aðeins of langan tíma fyrir minn smekk.

En svo LOKSINS STIGU ÞEIR Á SVIÐIÐ..o boy o boy o boy. Ég vissi nú bara ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta sko. Ótrúlegt að sjá þá þarna á sviðinu í góðum gír.. .. og Simon í bleikri skyrtu sem gerði hann bara að enn meiri töffara. Maðurinn langt kominn á fimmtugsaldurinn en lítur ekki fyrir að vera degi eldri en ég. Hann fór nú reyndar fljótlega úr þeirri bleiku og fór í svarta og svo úr henni og í rauða skyrtu :) Jakkinn hans voða flottur líka, svartur með einhverjum pallíettum aftaná :)
Mér fannst hann líta lang best út af þeim. Ég held að það sé óhætt að segja að Andy hafi litið langverst út af þeim. Ji hvað hann er furðulegur. Við Alma hlógum mikið að honum. Hann lifði sig svo svakalega inn í lögin, var með þvílíku gítarsólóin hægri vinstri og lét eins og hann væri að spila með þvílíku rokkhljómsveitinni. Hefði kannski bara passað betur inn í Alice Cooper (eða hvað hann nú heitir) Andy var samt voða fínn, í teinóttum jakkafötum :) en svo var hann með svört sólgleraugu eins og reyndar alltaf og með svona rappara bling bling um hálsinn. Þvílíka gullfestin með svona dollara merki. Og hárið..o my god. Það er nú bara eins og á Bon Jovi og félögum þegar þeir voru sem verstir.
Mér fannst Nick og Roger vera bara eins og þeir voru. Báðir með eins hárgreiðslur og þeir voru með fyrir 15 árum. Nick var síðan í hálfgerðum leggings buxum og í hvítum jakka. John var með hálfgerða sítt að aftan klippingu. Var síðan í þröngum leðurbuxum og í svona jakkafatajakka með hauskúpu aftaná.
John dansaði um sviðið og brosti þvílíkt. Við Alma vorum pínu svekktar með það að hafa verið hægra megin við miðju en ekki vinstra megin. Málið er að John er á vinstri kantinum og Andy á þeim hægri og þó að það hafi verið ótrúlega fyndið að horfa á rokkarann Andy að þá hefði verið skemmtilegra að sjá meira af John.
Þeir spiluðu í svona einn og hálfan tíma og voru svo klappaðir upp, enda ekki búnir að spila girls on film og wild boys :) Þeir tóku reyndar mun fleiri lög þarna í restina þannig að þeir spiluðu nú alveg í 2 tíma.
Það var mjög svona öðruvísi að vera þarna á tónleikum en heima. Fólkið eitthvað svo voða salí. Stelpan sem stóð við hliðina á Ölmu stóð t.d kyrr ALLA TÓNLEIKANA. Hvernig er það nú bara hægt?
Þetta voru alveg frábærir tónleikar. Ég væri sko alveg til í að fara á tónleikana heima í lok juní líka. Hefði samt viljað vera búin að hlusta á nýja diskin þeirra meira. Þeir spiluðu nokkur lög af þeirri plötu og kannaðist maður ekki við nema 2 þeirra.

Við Alma brunuðum svo heim á leið kl rúmlega ellefu og vorum við ekki komnar fyrr en að ganga þrjú :( Lentum í ömurlegri umferðarteppu (sem er frekar algent hérna) og svo tókum við eina vitlausa beygju á leiðinni og það seinkaði okkur pínu :)

Lengi lifi Duran Duran..húrra húrra húrra.


Jæja best að fara að sinna grísla.
Meira síðar
dh

1 Comments:

  • At 10:45 e.h., Blogger Unknown said…

    Alveg frábært að lesa þessa lýsingu hjá þér. Búin að vera í hláturskasti hérna...haha

     

Skrifa ummæli

<< Home