MATARGATIÐ

mánudagur, ágúst 22, 2005

Ræktin

Mætti galvösk í morgunsárið.
Var ekkert smá ánægð með mig þegar ég var komin af stað. Reyndar er þetta hellings mál finnst mér. Í fyrsta lagi er ég bara allt of stuttlappa..óþolandi fæðingargalli.
Ég á bara svo erfitt með að ná niður á hjólinu mínu sem er ekki nóg gott. Það er bara þvílíkt erfitt að hjóla þannig og eftir nokkra metra, að þá er ég orðin þvílíkt þreytt og þá sérstaklega í tánum :(
Síðan þegar Malín er komin aftan á hjá mér og ég komin með 2 töskur líka, að þá er þetta þvílíka mausið.

En..
þetta gékk nú ekki þrautarlaust í þetta sinn.
Malín var ekki sátt við að vera skilin eftir þarna í barnapössuninni. Hún var alveg hágrátandi þegar ég fór frá henni (snuff snuff)
Ég fór svo á hlaupabrettið og var alveg að kafna úr stressi. Hætti eftir 10 mín. og ætlaði bara rétt að kíkja inn í pössunina til að ath hvernig gengi. Konan sem var að passa hrissti bara hausinn um leið og hún sá mig , þannig að ég dreif mig bara inn. Malín var ennþá alveg hágrátandi og gat varla andað fyrir ekka. Hún var samt fljót að jafna sig. Ég var svo með henni þarna í örugglega 20 eða 30 mín. Ætlaði að prófa að fara aftur fram en Malín tók það ekki í mál. Þannig að ég dreif mig bara heim með hana.

Ég var svo ekki fyrr komin heim þegar vinur minn á ísbílnum mætti á svæðið. Keypti af honum eins kílóa ístertu...namminamm.
Ætla nú að reyna að standast hana þangað til um helgina :)
En þá eru tengdó að koma. Gaman gaman.

2 Comments:

  • At 9:50 e.h., Blogger Unknown said…

    Hæ. Kíktu nú á okkar blogg. Mér svo mikið niðri fyrir að mér dugar ekki ein bloggsíða. Ég er sem sagt búin að opna 2 í viðbót. Nú getur þú bloggað hreyfinguna þína á hreyfingarsíðuna mína og ístertuátið á matarsíðuna mína. Jíha.
    Kveðja,
    Alma

     
  • At 9:51 e.h., Blogger Unknown said…

    btw. Katrín saknaði Malínar mikið í morgun í leikfiminni. Ég var búin að spenna hanna upp í að hún myndi hitta hana og hún þyrfti að vera dugleg að passa...gengur vonandi betur næst hjá ykkur. Baráttukveðjur...ekki gefast upp.
    Alma

     

Skrifa ummæli

<< Home