MATARGATIÐ

laugardagur, september 10, 2005

Aular

Ég var á leiðinni til Póllands n.k fimmtudag á árshátíð með vinnunni minni gömlu og þ.a.l vinnunni hans Ægis líka.
Hlakkaði þvílíkt til að hitta alla gömlu vinnufélagana og svo líka hana Lindu systur mína og Begga mann hennar, en þau eru einmitt að fara á árshátíð í sömu borg á sama tíma bara með öðru fyritæki.

Við ætluðum ekkert að fara fyrst þar sem engin var barnapössunin
en...
svo hringdi Ægir í mig einn daginn og sagði að það væri búið að bjóða okkur að taka bara Malín með :) snilld

en svo...
Fékk Ægir þær fáránlegu fréttir fyrir nokkrum dögum að við værum bara ekkert á leiðinni á árshátíð..
ég sagði bara What???
jebb jebb
Það er þá bara búið að hætta við að bjóða starfmönnum í evrópu á þessa árshátið (og við sem vorum bara 3 sem ætluðum)
Það á víst bara að bjóða okkur til Íslands eftir áramót. Da... er manni ekki drullusama um það??
Maður fer hvort sem er alltaf þangað annaðslagið.
Ég hefði sko verið miklu meira til í að fara til Póllands.


Grát grát.

Þið sem eruð á leiðinni á árshátíð, já og þú Linda mín. Skemmtið ykkur obbolega vel og takið fullt af myndum til að sýna mér :)

3 Comments:

  • At 3:33 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er ekkert smá skítt og ég er drullufúll fyrir ykkar hönd (og okkar líka, Röggu var farið að hlakka svo til að sjá ykkur)!

     
  • At 8:10 e.h., Blogger Unknown said…

    Púhhhh á TM software. Ferlega lamað hjá þeim, segi ekki annað :(
    Ég skal skála samt fyrir sorginni þinni þegar ég verð í Köben sömu helgi (þeas næstu)..

     
  • At 3:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það eru margir súrir, þetta er svo innilega aulalegt. Verst að þið getið ekki bara gefið þeim fingurinn og komið samt til okkar.. :-/

     

Skrifa ummæli

<< Home