MATARGATIÐ

fimmtudagur, september 15, 2005

Bands Reunited

Ég verð nú bara að fá að hrósa VH1 sjónvarpsstöðinni enn og aftur fyrir snilldar þætti.
Nú eru þættir sem heita bands reunited í gangi alla daga og hef ég horft svona á það með öðru þegar tími gefst til.
Það er einn gaur með þennan þátt og er markmið hans í hverjum þætti að fá einhverja gamla og góða hljómsveit (sem hefur gefið upp laupana) til að taka eitt gigg til viðbótar.

Í fyrradag var það hljómsveitin Berlin sem var upp á sitt besta fyrir 20 árum. Þau áttu t.d eitt hrikalega frægt og flott lag sem ég man alls ekki hvað heitir eins og er. En þetta lag var sem sagt aðal lagið í Top Gun myndinni

En í dag var verið að fá Kajagoogoo til að koma saman aftur. O boy o boy hvað það var fyndið að sjá þá. Þeir stóðu sig svona líka fanta vel og Limahl karlinn ennþá pínu krúttlegur :)
Fyndið að það séu 20 ár síðan þeir voru upp á sitt besta.
Hvað er ég eiginlega orðin gömul...hmmmm?

Eitt enn
Duran Duran miðarnir okkar eru komnir í hús.
Jibbibbibbíííí :) :)

2 Comments:

  • At 12:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hét ekki þetta lag ,,take my breath away"?
    Til hamaingju með að geta horft á Duran Duran miða á hverjum degi fram í desember. Mundu svo að það eru lög gegn því að selja DD miða sem maður er búinn að kaupa. Þú hefur nærri þrjá mánuði til að redda þér pössun!!!

     
  • At 6:21 e.h., Blogger Dagný said…

    Alveg rétt hjá þér Linda :)
    Lagið hét það einmitt.

     

Skrifa ummæli

<< Home