MATARGATIÐ

þriðjudagur, september 20, 2005

RÆKTIN

Jæja þá erum við mægður byrjaðar í ræktinni. Ekki hefur mér tekist að brenna miklu í þessum 4 ferðum okkar þar sem Malín er í hálfgerði aðlögun þarna í barnapössuninni.
Hún er bara orðin svo svakalega mikil mömmustelpa. Vill bara vera hjá mér öllum stundum og það er nú ekki alveg nógu gott.
Fyrsta daginn var ég bara með henni, lék við hana og svona. Hún var þvílíkt vör um sig og hékk nánast alveg utan í mér.
Næsta dag fór ég fram í 15 mín. á hlaupabrettið og leit þá inn um rúðuna. Stóð mín þá ekki bara á orginu greyjið :(
Næsta dag fór ég fram í 15 mín. einnig og var þá sama sagan. Lék við hana stund og fór svo aftur fram í smá stund.
Þegar ég kom aftur var mín búin að grenja út í eitt :(
Síðan skruppum við í morgun aftur eftir helgarfrí og o boy..ekki ætlar þetta að skána.
Ég var inni hjá henni í svona 15 mín. Hún var þvílíkt glöð að sjá alla krakkana. Fékk sér banana með þeim og hlustaði á þau syngja. Ég fór svo fram í heilar 10 mín. á hlaupabrettið og ætlaði að kíkja í gegnum rúðuna, en þurfti þess nú aldeilis ekki þar sem ég heyrðu ópin í henni fram á gang :(
Ég fór að spurja konuna í pössuninni hvort það væru fleiri börn sem væru svona og hún sagði bara nei nei. Sum færu stundum að skæla þegar mömmurnar færu en þau hættu strax að gráta þegar þau væru tekin upp og knúsuð. En það væri bara ekki hægt með Malín. Hún kallar bara mamma mamma mamma mamma og orgar allan tímann :(
úfferí úff.
Þannig að þetta er nú ekki að ganga alveg nógu vel.
Ætlum að vera duglegar að fara næstu daga og sjá hvernig gengur. Það er a.m.k ekki hægt að gefast upp alveg strax.

5 Comments:

  • At 11:50 f.h., Blogger Dagný said…

    Ekki batnar það.
    Fórum í ræktina kl rétt rúmlega 9. Erum búnar að vera þar í 2 tíma.
    Fór 2 x fram og hún grenjaði þvílíkt :(
    Þarna voru nokkur börn og 4 pínu litlir gríslingar sem áttu að sofa , en það var ekki í boði eftir að Malín mætti á svæðið. Hún vakti 2 þeirra og þegar ég kom inn í fyrra skiptið voru þeir allir grenjandi.
    úfff.
    svo þegar mömmurnar komu að sækja grátandi börnin, að þá var bara sagt, ja það gékk nú allt ljómandi vel en svo kom Malín og þá vöknuðu allir. :(

     
  • At 12:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æjæjæj ekki gott. Þú verður ekkert smá óvinsæl með þessu áframhaldi :(

     
  • At 11:28 f.h., Blogger Dagný said…

    Og vera bara í víðri mussu á jólunum?? o nei.
    Ætla ekki að gefast upp alveg strax :)

     
  • At 3:30 e.h., Blogger Dagný said…

    nú ertu aðeins að misskilja bogga mín (enn og aftur :)
    Ástandið er nú ekki orðið svona slæmt ennþá, en það verður það kannski ef ég fer ekki að drattast í ræktina og borða hollara.
    Vona bara að ég þurfi ekki að fjárfesta í víðum mussum :)

     
  • At 5:06 e.h., Blogger Dagný said…

    úff... það er svaka mikið.
    Er ekki talað um að það sé ekki gott að missa meira en 500 gr. á viku?

     

Skrifa ummæli

<< Home