MATARGATIÐ

miðvikudagur, október 12, 2005

Góð þjónusta

eða þannig.
Öryggi, traust, áræðanleiki, allur pakkinn.
Svona auglýsir Íslandspóstur sig.

Ef ég er ekki orðin nett pirruð núna.
Þvottavélin okkar bilaði fyrir rúmlega mánuði.
Það var sem betur fer hægt að fá varahluti frá Íslandi. En.. ji minn eini..hvað er hægt að vera miklir slúbbertar??
Við erum búin að bíða og bíða eftir þessum varahlutum.
Við höfum verið að vonast eftir þessum varahlutum núna á hverjum einasta degi núna í 2 vikur, enda hafa þeir verið á leiðinni í rúmlega 3 vikur.
Ægir hringir svo og athugar með pakkann okkar, og nei nei..hann kemur ekkert á næstunni, enda hefur hann verið allan þennan tíma á pósthúsinu í Kópavogi. Fór reyndar út úr húsi frá þeim á föstudaginn var. Við fáum hann þá líklega eftir 1-2 vikur.

Getur einhver sagt mér, hvað er eiginlega í gangi ??
Af hverju eru pakkarnir ekki sendir af stað?, hvað græða þeir á því að geyma þá svo vikum skipti á pósthúsinu??

Ég er BARA pirruð. Enda ekki það skemmtilegasta að vera svona þvottavélalaus.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home