Bráðum koma blessuð jólin.
Og mig er farið að langa þvílíkt mikið til þess að setja upp seríur og skraut hjá mér.
En....
Fólkið hér í þessum bæ er sko ekkert að stressa sig. Það eru bara engir komnri með seríur í gluggana :( Ég bara er ekki alveg á því að vera fyrst í götunni.
Ég setti reyndar eina svona hvíta gardínuseríu upp í eldhúsgluggann minn :) ég á 2 aðrar svoleiðis sem ég ætla að setja í stofugluggana seinna, svona þegar nær líður jólum.
Mig langar bara svo til þess að geta notið jólaljósana í nokkra daga áður en ég fer heim til Íslands. Ég skil nú reyndar ekkert í þessum Hollendingum. Skil ekki af hverju þeir eru ekki búnir að skreyta hjá sér. Þeir taka jú upp pakkana sína 5 des.
Annars ver ein kona að segja mér um daginn að Hollendingar eru ekkert að skreyta neitt að ráði. Það eru t.d ekkert allir með kveikt á seríum eins og við heima. En Íslendingar eru nú kannski ekki heldur alveg normal í jólaskreytingum.
Það var orðið svo jólalegt hérna hjá okkur um helgina en nú er bara ekkert jólalegt lengur, enda allur snjór farinn. Nú er bara eins og það sé að koma vor. Veðrið ótrúlega fljótt að breytast hér ekki síður en á Íslandi.
Það er búið að spá snjókomu aftur í vikunni en ég vona að það rætist ekki. Ægir er nefnilega að fara til Þýskalands á eftir og verður hann í burtu fram á fimmtudag. Gistir þá eina nótt heima og fer aftur til Þýskalands í dagsferð á föstudaginn. Umferðin hér fer strax í steik ef það byrjar að snjóa og fólk þarf að hanga í umferðarteppum í fleiri klukkutíma. Ekki skemmtilegt.
Svo er ég heldur ekki alveg að nenna því að fara með Malín á hjólinu niður í rækt í biluðu veðri.
En svo kannski rætist þetta ekkert. Segjum það bara :)
En....
Fólkið hér í þessum bæ er sko ekkert að stressa sig. Það eru bara engir komnri með seríur í gluggana :( Ég bara er ekki alveg á því að vera fyrst í götunni.
Ég setti reyndar eina svona hvíta gardínuseríu upp í eldhúsgluggann minn :) ég á 2 aðrar svoleiðis sem ég ætla að setja í stofugluggana seinna, svona þegar nær líður jólum.
Mig langar bara svo til þess að geta notið jólaljósana í nokkra daga áður en ég fer heim til Íslands. Ég skil nú reyndar ekkert í þessum Hollendingum. Skil ekki af hverju þeir eru ekki búnir að skreyta hjá sér. Þeir taka jú upp pakkana sína 5 des.
Annars ver ein kona að segja mér um daginn að Hollendingar eru ekkert að skreyta neitt að ráði. Það eru t.d ekkert allir með kveikt á seríum eins og við heima. En Íslendingar eru nú kannski ekki heldur alveg normal í jólaskreytingum.
Það var orðið svo jólalegt hérna hjá okkur um helgina en nú er bara ekkert jólalegt lengur, enda allur snjór farinn. Nú er bara eins og það sé að koma vor. Veðrið ótrúlega fljótt að breytast hér ekki síður en á Íslandi.
Það er búið að spá snjókomu aftur í vikunni en ég vona að það rætist ekki. Ægir er nefnilega að fara til Þýskalands á eftir og verður hann í burtu fram á fimmtudag. Gistir þá eina nótt heima og fer aftur til Þýskalands í dagsferð á föstudaginn. Umferðin hér fer strax í steik ef það byrjar að snjóa og fólk þarf að hanga í umferðarteppum í fleiri klukkutíma. Ekki skemmtilegt.
Svo er ég heldur ekki alveg að nenna því að fara með Malín á hjólinu niður í rækt í biluðu veðri.
En svo kannski rætist þetta ekkert. Segjum það bara :)
1 Comments:
At 10:55 e.h., Unknown said…
Hæ hó. Flottur snjór hjá ykkur. Hér er enginn snjór. Þetta með jólaskrautið. Holl. setja ekkert skraut hjá sér fyrr en eftir 5.des. Þá setja sumir jólaljós út í garð. Þessi jólaundirbúningur í Hollandi kom mér mjög á óvart í fyrra.
Enginn eins extreme og við hér heima. Ég hlakka líka mikið til að fara að skreyta hjá mér enda fluttum við áðan og ætlum að byrja að koma okkur fyrir á morgun. Hlökkum til að sjá ykkur aðeins um jólin. Hvenær komiði aftur? Höldum upp á afmælið hennar Katrínar 17.des. Þið komið í kaffi ef þið verðið í Rvk þá.
Skrifa ummæli
<< Home