MATARGATIÐ

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Fyrsti snjórinn

Jæja
þá er aldeilis kominn vetur. Fengum fyrsta snjóinn a föstudaginn var og það er nú eitthvað sem gerist ekki á hverju ári hér. Umferðin var alveg biluð, allir fastir í umferðarteppum út um allt land. Lengsta teppan var 91 kílómetri takk fyrir. Ekki skemmtilegt að lenda í henni. Allar umferðarteppurnar í landinu mynduðu 800 kílómetra röð samanlagt þannig að mogginn fór nú ekki alveg með rétt mál um helgina. Þar stóð nefnilega að lengsta umferðarteppan hafi verið 800 kílómetrar...aha..sennilegt.
Ég fór í ræktina seinnipartinn á föstudaginn. Þegar ég var búin að vera þar í 40 mín. þorði ég ekki að vera lengur vegna veðurs þannig að ég dreif mig bara heim aftur. Veðrið var bara alveg ótrúlegt. Næstum því stórhríð eins og heima :) frekar fyndið. Ég var frekar stressuð að keyra heim í þessu veðri. Svo var líka kominn slatta af snjó á göturnar og hálka og ég á sumardekkjum eins og reyndar allir aðrir. Ég var alveg ótrúlega lengi að keyra heim enda keyrðu allir á 2 km hraða. Gaman að þessu.
Fórum með Malín út í gær að labba. Þetta er í fyrsta sinn sem hún sér snjó.
Þ.e.a.s eftir að hún fékk pínu vit í kollinn :) Henni fannst þetta freka skemmtilegt. Við kíktum á túnið sem er hérna við hliðina á húsinu okkar. Þar eru póníhestar og ein kind á beit. Ótrúlega flottur bær sem við búum í.

Ég var að setja myndir inn áðan. Forritið er eitthvað bilað í augnablikinu :( þannig að ég gat ekki sett allar myndirnar inn sem ég ætlaði mér. Set kannski fleiri inn á morgun.

3 Comments:

  • At 11:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Blessuð og sæl sæta mín á fertugsaldri...jiii skammast mín þvílíkt hef ekkert kvittað hér svo lengi og steingleymdi að kvitta á afmælisdaginn þinn...enda kannski ekki skrítið því það er nú ekki svo langt síðan ég var að fatta að þú værir að verða þrítug...svoooooo uuuuuuuuuuuuuuuuuuuungleg!!!

    kyss og knús í jólasnjóinn úti...er svo kósý...og mikið agalega ætla ég að hitta þig þegar þú kemur heim:)

    lovjú
    Kristjana á þrítugsaldri:)

     
  • At 11:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ekkert smá flottur jólasnjór hjá þér :). Hann er meira að segja flottari en hjá okkur hérna heima. Ég sakna ykkar alveg ferlega. Hrikalegt að vera ekki komin aftur með msn :(
    ps. er búin að setja upp flotta jólaskrautið sem ég keypti á jólamarkaðnum. Ekkert smá flott !

     
  • At 12:30 e.h., Blogger Dagný said…

    Takk kærlega Kristjana mín. Já það verður aldeilis gaman að hittast. Embla og Malín verða þokkalega flottar saman :)

    Heyrðu Linda..pældu
    Það eru ekki nema 17 dagar þangað til við sjáumst. Spennandi.
    Já og eitt enn.
    Ég er búin að kaupa ótrúlega flotta jólagjöf handa þér :):)

     

Skrifa ummæli

<< Home