MATARGATIÐ

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

JÆJA.

Mætt aftur.
Það hefur ekki verið tími til að blogga í fleiri fleiri daga, enda mikill gestagangur og skemmtilegheit.
Mamma, Gugga og Didda systur hennar og Ingibjörg mágkona mömmu hafa verið hér hjá okkur.
Gerðum margt og mikið saman á þessum 5 dögum. Það var nánast ekkert stoppað hér heima nema bara yfir blánóttina.
Við Ægir fórum á afmælisdaginn minn tvö saman út að borða á stórglæsilegan veitingastað sem heitir Maik. Höfum aldrei farið þangað fyrr þannig að þetta var allt voða spennandi. Klæddum okkur í spariföt og hjóluðum svo í skítakulda niður í bæ alveg á trilljón.
Mamma og þær hinar voru með Malín með sér á öðrum veitingastað á meðan :)
Að sjálfsögðu fengum við okkur 3 rétta máltíð. Ægir fékk sér parmaskinku með salati og fl., en ég fékk risahumar sem smakkaðist ágætlega. Oft fengið betri mat, en það er bara svoo gaman að borða svona risa humar :)
Í aðalrétt fékk Ægir sér andabringu en ég fékk nautalund sem var algjört æði. Öndin var líka voða góð.
Ég fékk 3 mismunandi deserta sem voru allir algjört æði, en Ægir fékk sér nokkra osta. Með hverjum rétti fengum við svo sér valið vín.
Við vourum bæði voða glöð með þetta kvöld.

Morguninn eftir drifum við okkur svo öll til Gent í Belgíu. Það er sennilega fallegasta borg sem við höfum komið til. Það var búið að spá skítaveðri, en sem betur fer rættist ekki spáin. Fengum æðislegt veður þó að kalt væri.
Skoðuðum okkur um þarna, kíktum í eina kirkju, á fornmarkað og svo voru nokkrir veitingastaðir testaðir að sjálfsögðu. Við borðuðum á einum fínum stað á laugardagskvöldinu. Ég, Ingibjörg og Gugga fengum okkur fasana, en mamma, Ægir og Didda borðuð skötusel.
Hótelið sem við gistum á var mjög spes. Þetta hótel er í frekar gömlu húsi og öll herbergin eru mjög furðuleg í laginu. Gugga byrjaði nú á því að brjóta rúmmið í okkar herbergi :) og svo braut Ægir það aðeins meira nokkrum mín. seinna. Við erum reyndar alveg á því að það hafi verið brotið áður en við komum. Það var búið að hrúga fullt af tómum bjórkössum undir það, sennilega til að halda því uppi.
Eftir að við komum upp á hótel eftir dinnerinn okkar, að þá var Malín bara sett í rúmmið sitt og svo fórum við öll inn í herbergi mömmu og Guggu og sátum þar fram á nótt og kjöftuðum. Mikið gaman mikið fjör :)

Í gær fórum við allar saman til Eindhoven í lest. Allir keyptu sér eitthvað. Ég fann mér t.d þessi fínu hælaháu stígvél og svo keypti ég að sjálfsögðu eitt og annað bráðnauðsynlegt í H&M :)


Þær fóru svo allar saman heim núna áðan, þannig að það er ansi rólegt og tómlegt hérna hjá okkur núna.
Malín búin að vera í essinu sínu þessa daga þrátt fyrir lítin svefn og ferðalög, enda búin að hafa 4 ömmur í þessa daga. Ekki slæmt að hafa alltaf einhvern til að lesa fyrir sig og leika við sig :)

Svona að lokum vil ég þakka öllum fyrir afmæliskveðjurnar, símtölin, já og pakkana :)
Ég fékk m.a ótrúlega flottan demantshring, púlsmæli, gullúr, lopapeysugollu, armband úr silvri og beinum og risa bauk fullan af kransakökum namminamm.
Set myndir inn síðar.
knús.

2 Comments:

  • At 3:51 e.h., Blogger Unknown said…


    Gott að þið voruð ánægð með Maik. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.
    Flott mynd af Ægi. Ji.. hvað það klæðir hann vel að fara svona í ræktina :)
    Flott að heyra að þú skildir finna stígvél í Eindhoven, hlakka til að sjá þau.
    kær kveðja

     
  • At 1:15 e.h., Blogger Dagný said…

    Ég er nú alveg farin að hlakka til að hitta ykkur :)
    Verð í nýju stígvélunum þegar ég kem í heimsókn. Því miður fann ég ekki leðurstígvél sem pössuðu..grát grát bara svona úr einhverju glansefni..en það er skárra en engin.

     

Skrifa ummæli

<< Home