Litli dugnaðar grísinn minn
Hún Malín er með waterpokken, eða hlaupabóluna.
Ég tók eftir rauðum flekkjum á fótunum á henni á þriðjudaginn var. Ég sýndi konunum í ræktinni þá og þær voru næstum því vissar um að þetta væri waterpokken (fyndið orð :)
Ég hjólaði svo í brjáluðu roki og rigningu með hana til heimilis læknisins okkar núna í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem við hittum hann.
Þetta var þessi fíni kall, hress og kátur sem spjallaði mikið. Fannst mjög merkilegt að ég væri fyrsta íslenska konan sem hann hittir.
Hann staðfesti svo grun okkar. Sagði svo bara að hún væri mjög heppin að fá þetta svona ung.
En mikið rosalega er maður nú heppinn að eiga svona hraust og duglegt barn. Hún kvartar bara aldrei. Hún hefur ekkert verið pirruð yfir þessu, bendir bara á blettina og segir di..eins og hún segir um ansi margt annað.
Nú er hún að verða 18 mánaða og ég held svei mér þá að hún hafi bara aldrei verið neitt lasin að ráði. Hún hefur reyndar fengið 2 x gubbupesti og nokkrum sinnum smá hita en svo ekkert meir. Við höfum t.d aldrei þurft að vaka eina einustu nótt út af henni.
Vona bara að þetta haldi svona áfram :) :)
Ég tók eftir rauðum flekkjum á fótunum á henni á þriðjudaginn var. Ég sýndi konunum í ræktinni þá og þær voru næstum því vissar um að þetta væri waterpokken (fyndið orð :)
Ég hjólaði svo í brjáluðu roki og rigningu með hana til heimilis læknisins okkar núna í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem við hittum hann.
Þetta var þessi fíni kall, hress og kátur sem spjallaði mikið. Fannst mjög merkilegt að ég væri fyrsta íslenska konan sem hann hittir.
Hann staðfesti svo grun okkar. Sagði svo bara að hún væri mjög heppin að fá þetta svona ung.
En mikið rosalega er maður nú heppinn að eiga svona hraust og duglegt barn. Hún kvartar bara aldrei. Hún hefur ekkert verið pirruð yfir þessu, bendir bara á blettina og segir di..eins og hún segir um ansi margt annað.
Nú er hún að verða 18 mánaða og ég held svei mér þá að hún hafi bara aldrei verið neitt lasin að ráði. Hún hefur reyndar fengið 2 x gubbupesti og nokkrum sinnum smá hita en svo ekkert meir. Við höfum t.d aldrei þurft að vaka eina einustu nótt út af henni.
Vona bara að þetta haldi svona áfram :) :)
1 Comments:
At 11:25 f.h., Nafnlaus said…
Já það má nú segja. Hún er algjör snilli :)
Skrifa ummæli
<< Home