MATARGATIÐ

laugardagur, febrúar 18, 2006

Til hamingju Ísland og Anna Rósa

Jæja.
Það styttist það styttist. Euroið senn að byrja. Hlakka svoooo mikið til. Frétti að það væri búið að breyta nokkrum atriðum, peppa sumt upp og fl. Það verður gaman að sjá muninn. Ekki veitti nú af því að lagfæra sum lögin og gefa þeim smá spark.

Svo má ég endilega til með að óska Arpinum til hamingju með árin 32 :)
Innilega til hamingju dúllan mín. Það er ekki amalegt að eiga afmæli á þessum fína eurodegi. Ég veit að hún stendur í ströngu núna, ætlar að reyna að fylgjast bæði með þeirri Íslensku og forkeppninni í Svíaríki.

Góða skemmtun allir saman.

3 Comments:

  • At 11:09 e.h., Blogger Dagný said…

    Held að það sé nokkuð ljóst að Sylvía Nótt fari fyrir okkar hönd til Grikklands.
    Var svekkt með mörg atriðin. Vonaðist eftir meiri krafti og skemmtilegheitum.
    Guðrún Árný var reyndar þrusugóð og eins Regína Ósk en hin lögin eiga bara ekki séns.

     
  • At 4:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já takk fyrir Dharpur minn, ég skemmti mér sko konunglega í gær ekki hægt að eiga skemmtilegri afmælisdag nema horfa á Euro:) nema jú þá kannski að vera á staðnum þar sem keppninn er haldinn..
    Sammála með Guðrún Árný var mjög góð í gær, fannst vantar meira Power og dans í lagið hjá Friðriki Ómari og Regína bara eins allir að fíla hana nema ég:) En að sjálfsögðu stóð svo Bobbysocks uppúr OHHH bara gaman að sjá þær enda kunni maður danssporin algjörlega útana að á sýnum tíma
    Jæja en við verðum í bandi þegar þú ert búin að kíkja á sænsku lögin og hlakka til að heyra hvað þér finnst því eitt lagið sem komst áfram sagði ég leið og ég heyrði það OHHH þetta á sko Dagný eftir að fíla hitt minnir mig svo á ákveðið sem ég ætla ekki að segja fyrr en þú ert búin að horfa.
    Vá nú er ég búin að skrifa álíka ritgerð og þú hjá mér um daginn.
    bæjó

     
  • At 10:19 e.h., Blogger Unknown said…

    vona að þú hafir verið ánægð með keppnina. Ég missti af henni í gær þar sem ég var í partýi þar sem ekki var hægt að koma sjónvarpinu á vegginn eins og búið var að lofa...
    Horfði á endurtekninguna í dag og hafði gaman af.
    Kær kveðja úr góða veðrinu hér heima

     

Skrifa ummæli

<< Home