MATARGATIÐ

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Danir

voru sko ekki að gera neinar gloríur í sinni eurovision keppni. Horfði á hana um helgina og ó mæ.
Hrikalega léleg lög og sigurlægið ekki alveg til að hrópa húrra yfir.
Held að það sé alveg sama hvaða lag við sendum út, það verður pottþétt ofar en það danska.
Svo er það sænska keppnin á laugardaginn. Það verður strembið hjá honum Arpi skarpa að fylgjast með bæði þeirri íslensku og sænsku í svíaríkinu á sama tíma :)
Held að ég geymi bara þá sænsku þangað til á sunnudaginn og svo er það úrslitin í Belgíu um kvöldið. Skemmtileg helgi framundan hjá mér. Spennandi.

2 Comments:

  • At 1:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hemmi Gunn kynnti þetta lag sem algjöra snilld í þættinum sínum á sunnudaginn !!! Ég var nú reyndar ekkert of hrifin. Honum fannst þetta geðveikt flott :)

     
  • At 2:37 e.h., Blogger Dagný said…

    Já Jakob er flottur gaur :)

    En vá hvað er bara að Hemma? Ætli hann kjósi ekki bara lagið 100% hamingja á laugardaginn sem er svona álíka sveitajúðalegt?

     

Skrifa ummæli

<< Home