MATARGATIÐ

fimmtudagur, mars 09, 2006

Endalaus bið.

Fór með Malín til læknis í morgun. Biðum bara í klukkutíma og tíu mín. eftir að komast inn. Frekar mikið pirrandi. En sem betur fer á ég stilltasta barn í heimi. Hún dundaði sér bara og sönglaði allan tímann :)
Hins vegar kom annað barn þarna stuttu á eftir okkur og ji minn eini. Hvað geta bara sum börn verið leiðinleg? Þessi strákur var svona aðeins yngri en Malín. Reif allt af Malín og var í því að tosa í hárið á henni og svo gargaði hann og grenjaði nánast stanslaust. Greyjið gamla liðið sem sat þarna og beið. Þegar ég kom þarna að þá voru 3 á undan mér, en þegar ég komst að voru sennilega nálagt 10 að bíða. En hvað um það. Það var orðið svona frekar heitt þarna inni á biðstofunni en gamla liðið var nú samt ekkert að fækka fötum neitt. Þarna var t.d einn gamall maður sem dæsti og másaði og þerraði ennið ótt og títt en hann var klæddur í þykka lopapeysu, í úlpu utan yfir hana og með trefil :)

Malín stóð sig svo eins og hetja inni hjá lækninum. Var æst í að sýna honum hvar öll báttin hennar væru frekar krúttleg. En greyjið litla er sem sagt komin með exem :( Fékk 2 mild sterakrem sem við eigum að bera á hana í nokkra daga á verstu blettina en svo eigum við bara að nota mjög feit krem á restina af líkamanum en þar er hún alveg hrikalega þurr. Hún er eiginlega bara flögnuð út um allt :(
Vona að þetta lagist bara fljótt af þessum kremum. Ekki þægilegt að hafa svona exembletti út um allt.

8 Comments:

  • At 4:00 e.h., Blogger Unknown said…

    Æji. Leitt að heyra af exeminu hjá krúsídúllunni minni. Þetta lagast örugglega við kremin og svo verður þetta enn betra þegar hún kemur heim til Íslands í góða veðrið :)
    Hjá hvaða lækni eru þið aftur. Er það sá sami og við vorum með?

     
  • At 4:09 e.h., Blogger Dagný said…

    Við erum hjá Duysens hjónunum. Þau eru með stofu niðri í bæ.
    Stundum fær maður tíma hjá konunni og stundum manninum.

    Ertu búin að prófa að syngja Hjá þér ? :) :)

     
  • At 5:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æ greyið, nú verðurðu að komast í kynni við Volare - algjör snilld við exemi hef ég heyrt af fólki sem ég þekki vel.

     
  • At 1:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já sammála Önnu Rósu volare kremið í stóru dolluni það svínvirkar alveg sko t.d þá er Birkir með rosa þurrar kinnar og búin að prufa fullt fullt af kremum og ekkert virka en þetta snar skánaði með volare kreminu, Regína er að selja þetta, og t.d þá var sonur hennar með rosalegt exem eða eitthvað álíka þegar hann var lítill og með þessu þá lagaðist það, allavega allt í lagi að prufa....sterakremin eru ekki góð fyrir húðina til langs tíma :)

     
  • At 1:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já akkurat hjá Boggu og svo er Volare líka með eitthvað annað krem sem man ekki hvað heitir og það er sérstaklega fyrir exem en það prófar maður að nota ef það er mjög slæmt, hef heyrt um fólk með Psoriasis sem notar það.
    Ég nota Volare mikið og Græna Aloe vera Gelið er jafn mjög nauðsynlegt á þessu heimili hef sett það á snudduna hans Elfars Leví ef hann er með vont í hálsinum eða hósta eða eitthað, sett það uppí nefið á okkur öllum og eyrun og allt, þetta er algjör snilld sko.

     
  • At 10:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já einmitt græna gelið er sko líka lífsnauðsinlegt á hverju heimili...

     
  • At 12:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æji ekki gott.. enn þú getu notað bónoliu á hana hun er notuð á ungbörn þegar er verið að losa þurrkinn sem kemur á kollinn á börnunum.. svo er ein olia nudd olia frá bodyshop hun gengur strax inní húðina... ALGJÖRT BANN AÐ NOTA BABY OIL..... já því hún leggst utaná húðina, þannig að hun er ekki sniðug við viljun næra húðina alla leið... annars bara hlakka til að hitta ykkur og gangi þér vel :)

     
  • At 12:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hehe ekki bónoliu Heldu BÓMOLIU SORRY

     

Skrifa ummæli

<< Home