Eitt frekar fyndið.
Við erum búin að komast að því að það er algjört möst fyrir okkur að fá að vita hvort kynið barnið er. Málið er að ef þetta verður strákur að þá fær hann eftirnafnið Leifsdóttir þar sem fyrra barnið okkar ber það nafn. Við þurfum þvi að fara í það mál fljótlega að fá þessu breytt (ef þetta verður strákur) þar sem þetta verður þvílíka mausið eftir að barnið fæðist. Það tekur sennilega 6-8 vikur að breyta því yfir í Leifsson og svo kostar það víst alveg hellings pening.
Svona er nú Holland í dag.
Svona er nú Holland í dag.
5 Comments:
At 9:12 e.h., Nafnlaus said…
En er Malín með Leifsdóttir þarna úti? var ekki hægt að halda bara Ægisdóttir???
Við erum öll með sitthvort eftirnafnið, frekar fyndið, erum búin að vera pæla í hvort við ættum að taka upp eitthvað skrítið ættarnafn:)
At 9:27 f.h., Dagný said…
Nei nei hún er Ægisdóttir enda var hún skírð á Íslandi. En það verður bara áfram þannig að börn okkar bera eftirnafnið Ægisdóttir hvort sem við eignumst stráka eða stelpur. (nema að við fáum því breytt sem er víst eitthvað mál) Systkini hér bera sama eftirnafn. Ætli við Íslendingar séum ekki bara þeir einu sem eru svona öðruvísi :)
Svo skilst mér að það verði eitthvað stapp að fá Íslenskan ríkisborgararétt fyrir nýja barnið þar sem það fæðist jú í Hollandi.
At 1:21 e.h., Nafnlaus said…
Já ok hlaut að vera, þú skrifaðir nefnilega Leifsdóttir á blogginu:)
En á barnið ekki rétt á að fá íslenskan ríkisborgararétt þegar þið eruð það bæði? mér finnst þetta nú merkilegt, hvernig er með þetta EES og allt það dæmi? Ég hefði nú frekar búist við að það fengi tvöfaldan ríkisborgararétt þ.e hollenskan og íslenskan??... veit ekki, maður kann svo sem ekkert á þetta. En er þetta örðuvísi þegar börn fæðast á Norðurlöndunum veistu það?
At 2:06 e.h., Dagný said…
ohhh hvað er maður vitlaus??? þetta átti að sjálfsögu að vera Ægisdóttir :)
Við vitum bara ekkert um þetta mál. Þurfum að kanna þetta á næstu dögum.
At 1:44 e.h., Nafnlaus said…
Takk fyrir afmæliskveðjuna :-)
Held að þú þurfir nú að kanna kynið hummm allavega fyrst þetta er svona mikið bras he he he!! Það er bara góð ástæða til að fá að vita það....:-)
Svo sjáumst við kannski í sumar ef verður eitthvað að þessari hollandsferð sem okkur langar svo að fara!!!!
Knús og kossar og til hamingju með bumbubúann:-)))
Skrifa ummæli
<< Home