Þetta er lífið.
Sól og blíða alla daga. Svona á lífið að vera :)
Ég fór og hitti sjúkraþjálfarann í fyrsta sinn í dag og gékk það vel. Við erum svo vel tryggð þannig að ég get bara farið eins oft og ég vil án þess að borga krónu :)
Við Malín hjóluðum svo niður í bæ og spókuðum okkur á markaðnum. Þar er nú allt hægt að finna. Keypti mér 2 svona plastdúka á borð en þá hef ég ekki fundið í búðum hér. Keypti einnig fullt af æðislega flottum ávöxtum og sjávarfangi sem ég ætla að nota í salat annaðkvöld. Malín varð svo hálf fúl með það að þurfa að fara heim aftur enda svaka stuð í bænum og allt fullt af fólki.
Nú er Malín að fá sér blund og ég ætti því að drattast í það að taka til, ryksuga og skúra þar sem það er allt í skít hér hjá okkur en mér er drullusama. Ætla frekar að leggjast út á bekk með bók.
Njótið dagsins. Það ætla ég sko að gera.
Ég fór og hitti sjúkraþjálfarann í fyrsta sinn í dag og gékk það vel. Við erum svo vel tryggð þannig að ég get bara farið eins oft og ég vil án þess að borga krónu :)
Við Malín hjóluðum svo niður í bæ og spókuðum okkur á markaðnum. Þar er nú allt hægt að finna. Keypti mér 2 svona plastdúka á borð en þá hef ég ekki fundið í búðum hér. Keypti einnig fullt af æðislega flottum ávöxtum og sjávarfangi sem ég ætla að nota í salat annaðkvöld. Malín varð svo hálf fúl með það að þurfa að fara heim aftur enda svaka stuð í bænum og allt fullt af fólki.
Nú er Malín að fá sér blund og ég ætti því að drattast í það að taka til, ryksuga og skúra þar sem það er allt í skít hér hjá okkur en mér er drullusama. Ætla frekar að leggjast út á bekk með bók.
Njótið dagsins. Það ætla ég sko að gera.
4 Comments:
At 2:08 e.h., Nafnlaus said…
Flott hjá þér, þetta er rétta hugarfarið hjá óléttri konu með illt í grindinni og sem býr í milli 25 0g 30 stiga hita - Njóta lífsins:)
Góða skemmtun yfir bókinni, ég held ég geri það sama og þú setjist út með lærdóminn og njóti veðursins;)
At 10:32 f.h., Nafnlaus said…
Einmitt málið
Konur með grindagliðnun eiga ALLS EKKI að skúra og ryksuga. Nú er þetta verkefni Ægis..hihi
kveðja úr sólinni á suðurlandi
Alma
At 12:56 e.h., Nafnlaus said…
Já sammála, þetta er verkefni Ægis núna, sjúkraþjálfarinn minn bauð mér uppáskrift ef ég vildi;) en það þurfti ekki minn elskaði tók þetta að sér með glöðu og ég efsta ekki um að þinn geri það líka.
Njóttu þín í sólinni, þurfum svo að fara spjalla aðeins varðandi Euro, kíkti aðeins á lögin í forkeppninni í gær, sammála með Rússland hann er kúl hann " limahl" vantar bara ljósu strípurnar, svo er ég að pæla í Eistlandi frekar en Belgíu og svo er það Írland það er eitthvað kúl við hann og Bosníu lagið.
Verðum í bandi
At 1:17 e.h., Dagný said…
Sammála með Bosníu og eiginlega líka Eistland. Fannst það flott lag en mér fannst bara samt eitthvað svo leiðinlegt að horfa á myndbandið.
Já það er nokkuð ljost. Þurfum að taka eitt spjall fyrr euro.
Skil ykkur alveg í sambandi við skúrið og skrúbbið. Það er bara svoooo erfitt að láta þetta eiga sig. Kannski ekki þegar veðrið er svona glimmrandi þannig að mðaður vill helst spóka sig úti við allan daginn, en þegar maður er inni að þá klæjar mig nú ansi mikið í puttana.
Skrifa ummæli
<< Home