Ferðalangur.
Við Malín ætluðum að hitta Annemieke, krakkana hennar og Laufeyju (sem er hérna núna vegna vinnu mannsins hennar) ásamt hennar dætrum í Speelland eftir hádegi í dag. Speelland er strandstaður með nokkrum sundlaugum og fullt af rennibrautum og dótaríi fyrir alla fjölskylduna staðsettur hérna skammt frá. En þar sem það kom þessi fína demba eftir hádegið var því slegið á frest og ákveðið að fara frekar í bústaðinn þar sem Laufey og fjölskylda dvelja en hann er í sumarhúsagarði skammt frá borginni Breda. Þar sem við erum nú með aksturstölvu í bílnum að þá ætti það nú ekki að vera mikið mál fyrir mig að ferðast hér um allar trissur en ég hef nú ekki mikið gert af því. Ég er ekki með bílinn dags daglega en get samt haft hann ef ég nenni að skutla Ægi í vinnuna og ná í hann aftur, en ég hef svo sum ekkert þurft að þvælast neitt að ráði. En...
þetta var sem sagt í fyrsa skipti sem ég fer ein (ásamt Malín) eitthvert lengra en Tilburg :)
Það gékk reyndar ekki þrautalaust fyrir sig þar sem tölvan sendi mig ekki á réttan stað strax og fór ég því hálftíma rúnt um sveitir og næstu bæi áður en þær Annemieke og Laufey gátu lóðsað mig á réttan stað. Þetta var sem sagt ekki sauðahættinum í mér að kenna, heldur bara aksturstölvunni og líður mér betur að vita það. Annemieke lenti einmitt í þessu nákvæmlega sama, tölvan hennar sendi hana líka á vitlausan stað. Frekar böggandi að geta ekki treyst almennenilega á þetta. Maður er jú nógu stressaður fyrir.
Ætli maður verði ekki bara óstöðvandi á rúntinum eftir þetta :)
þetta var sem sagt í fyrsa skipti sem ég fer ein (ásamt Malín) eitthvert lengra en Tilburg :)
Það gékk reyndar ekki þrautalaust fyrir sig þar sem tölvan sendi mig ekki á réttan stað strax og fór ég því hálftíma rúnt um sveitir og næstu bæi áður en þær Annemieke og Laufey gátu lóðsað mig á réttan stað. Þetta var sem sagt ekki sauðahættinum í mér að kenna, heldur bara aksturstölvunni og líður mér betur að vita það. Annemieke lenti einmitt í þessu nákvæmlega sama, tölvan hennar sendi hana líka á vitlausan stað. Frekar böggandi að geta ekki treyst almennenilega á þetta. Maður er jú nógu stressaður fyrir.
Ætli maður verði ekki bara óstöðvandi á rúntinum eftir þetta :)
3 Comments:
At 2:21 e.h., Unknown said…
Þú verður pottþétt óstöðvandi eftir þetta. Þetta er svo lítið mál þegar maður er búinn að fara í nokkur skipti.
Góða skemmtun á rúntinum :)
At 1:51 e.h., Nafnlaus said…
Halló Hollandsbúar!
Ægir til hamingju með verðlaunin sem þú vannst, sá þetta í Mogganum og kannaðist svona líka við nafnið á sigurvegaranum. Gott að fá smá aur í vasann...hehe ;) Vonandi hafi þið flakkararnir það gott, biðjum að heilsa...
kv. Jóhanna og co.
At 6:26 e.h., Dagný said…
Já einmitt Alma. Það sem mér finnst mest stressandi við þetta allt saman er að hafa Malín vælandi í aftursætinu. Finnst alveg ómögulegt að hlusta bæði á hana og aksturstölvuna ásamt því að fylgjast með umferðinni. Ég get greinilega bara gert einn hlut í einu :)
Já Takk fyrir Jóhanna :) Maðurinn minn er algjör snilli. Já og Bjössi líka en þeir gerðu þetta saman. Það kom eitthvað smá um þetta hér http://dagur.net/?i=2&f=2&o=2780 í gær en annars er þetta í mogganum í dag fyrir þá sem hafa áhuga. Það vantar að vísu alveg mynd af Ægi þarna en hann var bara ekki á svæðinu þannig að Bjössi tók einn við verðlaununum.
Skrifa ummæli
<< Home