MATARGATIÐ

föstudagur, júní 09, 2006

Frankfurt.

Við ásamt mömmu lögðum af stað fyrir hádegi á afmælisdegi Malínar til Frankfurt. Ferðin gékk glimmrandi vel, Malín fékk fullt af pökkum á leiðinni sem henni þótti nú ekki slæmt.
Hún byrjaði nú reyndar að fá strax fyrstu pakkana frá okkur og mömmu áður en við fórum af stað en svo fékk hún bara alltaf fleiri og fleiri, frekar mikið skemmtilegt.
Stoppuðum einu sinni á leiðinni og fengum okkur nestið sem ég var búin að smyrja eldsnemma, :) tókum pissipásu og rennibrautarhlé. Það var þessi líka fína rennibraut á staðnum sem við stoppuðum á sem vakti mikla lukku hjá sumum.
Þegar við komum til Frankfurt bókuðum við okkur strax inn á hótelið okkar. Ekki mjög glæsilegt um að litast þar, frekar skítug herbergin en þrátt fyrir það var þetta bara fínt.
Notuðum restina af deginum í það að rölta um, stoppa á kaffihúsum og njóta veðursins en loksins fengum við sól og smá hlýju. Borðuðum svo úti á Ítölskum veitingastað mjög góðar pizzur í kvöldmatnum og héldum svo upp á hótel. Ægir svæfði svo Malín inn í okkar herbergi og ætluðum við svo að hafa það huggulegt inni á mömmu herbergi eftir það, spjalla og sötra rauðvín, eða þau Ægir og mamma réttara sagt, minn fékk nú ekkert sterkara en kók í gleri :). En ekki vorum við nú skemmtilegur félagsskapur svona síðasta kvöldið hennar mömmu. Úfff... mér varð bara allt í einu svona hrikalega ill og fékk ég þessa fínu upp og niðurpesti einn tveir og tíu. Fór því bara að sofa fyrir klukkan ellefu. Vaknaði svo sem betur fer eldspræk morguninn eftir þannig að dagurinn í gær var alveg frábær.
Eftir morgunmat héldum við í garð sem heitir Palm garden. Þetta er ótrúlega flottur og stór blómagarður svona einskonar lystigarður. Þarna var hægt að sjá blóm frá öllum heimshornum og hefðum við án efa getað verið þarna allan daginn. En við ákváðum samt að fara aftur niðrí bæ og ath með bátasiglingu sem við sjáum ekki eftir. Mjög skemmtilegt að sigla þarna um miðbæinn og njóta veðursins :) Sólijn skein þvílíkt á okkur þannig að hún mútta mín fór ekki jafn föl heim :)
Við lögðum svo af stað út á flugvöll rétt rúmlega fimm og vorum við um 1,5 tíma þangað. Fórum á veitingastað og fengum okkur nautasteik með öllu tilheyrandi og svo var komið að kveðjustund :(
Við kvöddum bara mömmu á meðan hún beið í tékk-inn röðinni þannig að við gætum haldið heim á leið en þetta eru um 3 tíma ferðalag. Malín sofanði nú ekki alveg strax en var samt ekki með mikið vesen. Vorum komin hingað heim kl tólf og ji minn hvað það var gott að skríða í ból. Það sem ég eða við erum búin að labba mikið undanfarna daga. Ég er alveg rosalega ánægð með hversu góð ég hef verið í skrokknum upp á síðkastið :) Held ég verði bara að halda áfram að rölta nokkra kílómetra á dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home