MATARGATIÐ

mánudagur, júlí 17, 2006

Djúp og breið

Það sem maður getur fengið fáránleg lög á heilann. Ég er nú bara í því þessa dagana að raula einhverja vitleysu.
Vaknaði upp í morgun með lagið djúp og breið á heilanum ef það heitir það þá. Ég held svei mér þá að við Anna Rósa höfum lært þetta lag á Vestmannsvatni árið 83 eða eitthvað álíka. Ég hef nú ekki mikið sungið þetta lag síðan en í dag hef ég ég verið með þetta gjörsamlega á heilanum. Datt samt í hug að þetta væri eitthvað sem væri hægt að syngja með Malín. Mig bara vantar eina línu inn í textann.
En svona er þetta ef mig minnir rétt.
Djúp og breið, djúp og breið, það er á sem rennur djúp og breið.
Djúp og breið, djúp og breið, það er á sem rennur djúp og breið.
Og hún rennur til mín og hún rennur til þín og hún bla bla bla bla blaaaaaa (hvað á að koma hér? Man það einhver? ) :) :)
Djúp og breið, djúp og breið það er á sem rennur djúp og breið.

Gríðarlega flókið lag og ennþá flóknari texti þarna á ferðinni :)
Annars væri nú gaman ef einhver gæti bent mér á skemmtileg lög sem hægt er að syngja með 2 ára söngfuglum. Ekki skemmir fyrir að hafa einhverjar hreyfingar með.

2 Comments:

  • At 5:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æ mín kæra. Þetta er nú ekki alslæmt lag að fá á heilann skal ég segja þér:) Við sungum það bæði örugglega á Vestmannsvatni en líka í sundkennslu á sumrin á Grenó, svaka stuð. Líka tikki tikki ta og svona fullt. En línan sem þig vantar er " og hún heitir Lífsins Lind Hallelúja....
    Þetta er svona týpsikt sunnudagaskólalag:)
    En er þetta ekki bara spurning um að verða sér úti um einhverja geisladiska með svona leikskólalögum svo átti Elma einhvertíma spólu sem hún gat hlustað endalaust á með svona sunnudagaskólalögum það var mjög einfalt og skemmtilegt.

     
  • At 9:59 f.h., Blogger Dagný said…

    alveg vissi ég að þú myndir eftir þessu :)

    Þarf endilega að hafa upp á svona geisladiski með leikskólalögum. Ég man nú bara ekkert af þessum lögum lengur.

     

Skrifa ummæli

<< Home