MATARGATIÐ

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Áfram Magni.

Hvað er bara í gangi? eru menn bara farnir að slaka á þarna heima? Magni bara á botnum í gær :( sem hann átti svo sannarlega ekki skilið. Samt frekar mikið flott að sjá hann taka Creep svona líka fantavel. Verð bara að segja það að ég fékk gæsahúð bæði upp úr og nið-rúr :)
Hann er að standa sig ekkert smá vel. Ég hef nú aldrei verið hrifin af honum sem söngvara áður og ég er bara alls ekki að fýla hljómsveitina hans Á móti sól en...
Þarna er hann að rokka feitt.
Þoli ekki að geta ekki séð hvað rugludallarnir þeir Tommy, Gilby og Jason segja á eftir hverjum keppanda..grátgrát. (Þeir sýna bara lögin á netinu)
Ég er nú samt að vona svona hans vegna að hann vinni þetta ekki. Finnst ekki mjög spennandi hlutverk að vera söngvari í þessari hljómsveit :)

1 Comments:

  • At 10:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ,

    Ef þú ferð inn á www.kvikmynd.is þá geturðu séð dómana og allt um Magna!!

    Sætt af ykkur að senda Bjössa konfektið um daginn, ekkert smá flottir og góðir molar...það var pínu fyndið að þetta kom hingað einmitt á afmælisdaginn hans.

    Vonandi gengur óléttan vel, þrátt fyrir grindarvesen...er í sama pakkanum svo ég veit hvernig þér líður.

    Bið að heilsa Malín og Ægi og auðvitað bumbudömunni, b.kv.

    Herdís Björk

     

Skrifa ummæli

<< Home