MATARGATIÐ

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

2 í kotinu.

Við mæðgur verðum einar heima núna næstu daga. Ægir skrapp til Íslands á nokkra fundi :(
Stoppar sem betur fer ekki mjög lengi.
Í dag er ég komin 31 viku. Þetta styttist óðum sem betur fer. Er alveg að verða mygluð á því að vera svona handónýt og beygluð öll. Grindin reyndar ekki svo slæm þessa dagana en verkir í lífbeini eru alveg að fara með mig og þessir blessuðu samdrættir sem ætla engan endi að taka. Daman spriklar líka aðeins og mikið fyrir minn smekk þannig að lítið er um góðan svefn þessar vikurnar. Fór í skoðun í gær og sagði ljósmóðirin að hún væri með höfuðið niður en hún er nú ekki búin að skorða sig. Svo er hún í því að velta sér til og frá þannig að bakið og rassinn eru annaðhvort hægra eða vinstra megin í bumbunni. Þetta eru engar smá tilfæringar og oft drullusárt á meðan á þessu stendur.

Ég tékkaði á því í gamni hvað það myndi kosta fyrir okkur Malín að fara með Ægi heim í þessa örfáu daga. Aðeins hundrað og þrettán þúsund takk fyrir. Ég var ansi snögg að hætta við þessa hugmynd. Þetta er náttúrulega bara bilun.
Ég er reyndar ekkert viss um að það væri sniðugt fyrir mig að fljúga í þessu ástandi mínu. Ég bíð því bara fram til jóla með það að koma. úfff hrikalega langt í það finnst mér.
Vona nú að það komi einhverjir hingað út til okkar áður.

Malín er eitthvað voða þreytt þessa dagana. Hún sefur alveg ótrúlga mikið. Hún hefur yfirleitt ekki verið vöknuð rétt fyrir kl níu þannig að ég hef bara vakið hana. Samt er hún alls ekki að fara seint að sofa og svo steinsefur hún alla nóttina. Hún leggur sig svo á daginn yfirleitt í tvo tíma en er samt voða þreytt eitthvað. Við vorum að spá hvort hún gæti verið með einhvern vaxtarkipp núna og þyrfti því meiri svefn, en maður veit bara ekki. Ætla að fara niður í ungbarnaeftirlit á eftir og ath hvenær hún fái tíma í skoðun. Er alltaf að bíða eftir miða hingað heim frá þeim. Hún á nefnilega eftir að fara í 2 ára skoðunina.

Það er ekki merkilegt veðrið hjá okkur þessa dagana :( hálf haustlegt um að litast. Það rignir mikið og þegar það rignir hér að þá er nú ekki mikið hægt að fara út úr húsi. Maður verður nú bara holdvotur á augabragði. Sem betur fer skildi Ægir eftir bílinn þannig að við Malín getum rúntað um, farið niður í bæ, í búð og í ræktina. Fórum einmitt í morgun í ræktina og hittum Jolanda sem er uppáhaldið hennar Malínar í barnapössuninni. Höfum ekki hitt hana núna í meira en mánuð þar sem hún var í sumarfríi.
Svo er það bara leikskóli á föstudaginn. Það verður sko stuð á minni. Hún talar mikið um hvað það verði gaman að leika við alla krakkana :)
Þetta verður spennandi.

Nóg í bili.
Ætla að reyna að fá mér smá kríu svona á meðan Malín sefur.
dú dú

1 Comments:

  • At 4:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott hjá þér að nota tímann þegar Malín sefur. Þér veitir ekkert af þessum svefni. Þó ég hafi ekki persónulega reynslu af svona endalausum verkjum í meðgöngu þá fylgdist ég með mágkonu minni í sama veseni mestalla hennar meðgöngu. Þú átt sko alla mína samúð og ég vona að næstu 8 vikur líði fljótt og að litla daman þín láti ekki bíða eftir sér.
    Kær kveðja frá okkur,
    Alma :)

     

Skrifa ummæli

<< Home