MATARGATIÐ

miðvikudagur, október 25, 2006

Mæðgur komnar heim :)

Jæja loksins.
Mín orðin aðeins minna belgísk :)

Fæðingin:
Gékk eins og í lygasögu. Aldrei datt mér í hug að þetta ætti eftir að ganga svona hratt og vel fyrir sig.
Fór út að borða á föstudagskvöldið. Fékk mjög öra samdrætti þar en samt kannski ekkert miklu meira en undanfarnar vikur. Fór að sofa rétt fyrir miðnætti en gat ekki sofnað. Byrjaði svo að fá hríðir kl eitt um nóttina. Fyrst voru þær mjög óregglulegar og alveg þolanlegar. Ég vakti alla nóttina en vakti svo Ægi klukkan að ganga sex og var þá orðið stutt á milli verkja eða um 5 - 8 mín. Malín vaknaði á sama tíma og kom hún upp í til okkar. Við fórum svo öll saman niður að fá okkur morgunmat um kl sjö voða næs. Malín var frekar flott. Hún virtist sko alveg skilja hvað væri í gangi, fannst ekkert skrítið þegar mamma hennar fór niður á fjórar fætur eða labbaði um gólf og andaði ótt og títt. Hún vissi það bara að litla systir væri alveg að fara að koma :)
Klukkan var átta þegar við drifum okkur upp á spítala en þá voru hríðirnar orðar mun öflugri og ekki nema um 2-3 mín á milli.
Ég fór strax inn á fæðingastofu og var sett í monitor. Hríðirnar voru orðnar mjög sterkar og hrikalga sárar. Læknirinn kom svo stuttu síðar og skoðaði mig og kom þá með þau gleðitíðindi að ég væri komin með 7 í útvíkkun. Við vorum ekkert smá ánægð með þær fréttir. Var búin að búast við því að ég væri bara með einn eða tvo í mesta lagi. Það hefði nú verið ansi mikið fúlt.
Innan við hálftíma síðar þurfti ég svo bara að byrja að rembast og daman kom svo bara í heiminn stuttu síðar. Þetta voru því ekki nema tæpir 2 tímar sem þetta tók eftir að ég mætti á spítalann.
Eina sem hægt er að setja út á þessa fæingu er að ég var klippt og er með nokkur spor sem pirra mig ótrúlega mikið. Þessa dagana labba ég því eins og Ozzy vinur minn Ossborne og get lítið setið en þetta grær vonandi fljótlega.
Þar sem sú stutta var búin að kúka í legvatnið þurfti ungbarnalæknir að vera viðstaddur fæðinguna. Ég fékk samt að fá hana upp á bumbuna mína í smá stund áður en hún var tekin af mér. Ægir fór svo með lækninum þar sem hún var skoðuð í bak og fyrir og svo kom hún stuttu síðar til mín aftur :)

Við mæðgur gistum svo eina nótt á spítalanum en fórum svo á fæðingarheimili daginn eftir og vorum bara að koma heim núna í dag. Það var mjög svo ljúft að vera þar. Þetta var bara eins og fínasta hótel með góðri þjónustu. Ægir gisti hjá mér allar næturnar og Malín var bara í góðum gír hjá ömmu heima. En það er nú ansi mikið gott að vera komin heim aftur. Það verður ljúft að sofa í sínu rúmmi með sína sæng og kodda í nótt.
Næstu daga eiga svo bæði eftir að koma ljósmæður og hjúkrunarkona sem fylgist með okkur mæðgum. Ég á rétt á alveg hrikalega mörgum klukkutímum í svona heimahjúkrun en ætla ekki að nýta mér það allt. Finns meira en nóg að fá þessar konur næstu 2 daga. Það er ekki eins og ég sé ein heima með stelpurnar mínar, heldur eru bæði tengdamamma og Ægir heima. En þetta er auðvitað alveg frábært fyrir þær sem eru heima með börn og eiginmaðurinn farinn að vinna aftur. Þeir fá jú ekki nema 2 daga í fæðingarorlof þessir Hollendingar.

Malín er alveg alsæl með litlu systur. Finnst hún svo hrikalega mikið sæt, mikið grjón og rúsína :) frekar fyndið. Knúsar hana og kyssir alveg þvílíkt.
Sú stutta er ofboðslega góð. Er farin að fá mikla mjólk og sefur yfirleitt allan daginn eða svona hér um bil. Hún mætti kannski sofa aðeins betur á nóttunni en hún á það til vilja drekka ótt og títt og þá lítið í einu og það er bara ekki í boði. Ég er svo stútfull af mjólk þannig að það er betra fyrir mig að gefa henni með aðeins lengra millibili þannig að hún drekki þá kannski aðeins meira í einu og nái kannski einhverjum rjóma með.
Ég fæ að bjalla á þig Alma mín og ræða þetta við þig. Þær eru kannski bara að láta mig gera bölvaða vitleysu?
Jæja nóg í bili.
Set myndir inn á eftir.
:)

4 Comments:

  • At 1:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það er gott að heyra að þið eruð komnar heim og að allt gengur vel. Var ekkert smá glöð að sjá að það væru komnar inn nýjar myndir ;) Vonandi hafið þið það sem allra best...

    knús til ykkar allra,

    Herdís Björk og co

     
  • At 11:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Frábært að heyra hvað allt gekk vel.
    Til hamingju öll, það er gaman að sjá myndir en verður skemmtilegra að sjá ykkur "live" - hmm komið þið um jólin eða hvað?

     
  • At 5:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju aftur með þessa rúsínu. Sé að ykkur heilsast öllum rosa vel... Get ekki beðið eftir að fá að knúsast í henni um jólin þegar að þið komið heim ;)
    kv. af klakanum

     
  • At 11:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    jeminn hvað þetta er yndislegt...hehehe..hún aveg öfga mikið krútt eins og við var að búast og frábært hvað Malín er mikill demantur. Algjör snúllumús..jæja ætla að halda áfram að dást að myndum:-)

    Hafið það rosa gott
    KK

     

Skrifa ummæli

<< Home