MATARGATIÐ

sunnudagur, nóvember 05, 2006

4 í kotinu.

Ægir er núna á skutla tengdó út á flugvöll.
Guðrún er búin að vera hérna hjá okkur í 4 vikur og Leifur í rétt rúma viku. Ótrúlegt hversu tíminn er fljótur að líða. Mér finnst þessi mánuður hafa liðið ótrúlega hratt.
Það var alveg hreint frábært að hafa hana Guðrúnu hérna hjá okkur. Ég veit ekki hvar ég væri bara ef við hefðum ekki haft svona mikla aðstoð. Það munar svo ótrúlega miklu að þurfa ekki að hugsa um öll daglegu húsverkin, þvottinn og allt hitt þegar maður er að jafna sig. Svo hefur hún hugsað svo rosalega vel um Malín. Það verður örugglega skrítið fyrir Malín að hafa ekki ömmu sína hjá sér lengur þar sem hún gat leikið við hana allan daginn non stop :)
Það var sko bara dagskrá fyrir mína allan daginn alla daga :)
Það verður skrítið að fara aftur í húsmæðragírinn. Ég veit ekki hvort ég kunni nokkuð lengur á þvottavélina okkar..hmmm.

Malín er búin að ná sér í flensu :(
búin að vera lasin í eina 3 daga en það gerist sko ekki oft. Hún fær stundum einhvern flensuskít, fær þá háan hita en svo er það yfirleitt búið á sólarhring. Hún er samt öll að hressast í dag sem betur fer. Er hitalaus eins og er.
Hún er ekki beint hrifin af því að fá stíl í rassinn en lætur sig samt hafa það greyjið. Ægir fór svo í búð í gær og keypti einhverjar tuggutöflur sem eru verkja og hitastillandi. Okkur fannst þetta þvílíkt sniðugt en ég veit ekki hvort þetta sé neitt skárra. Henni finnst þetta nefnilega svo hrikalega vont. Kúgaðist eiginlega bara af þeim.
En það er gott að þetta sé að verða búið.
Þrátt fyrir veikindin að þá skelltum við okkur í smá bíltúr í gær. Vorum nefnilega búin að skipta um bíl við Gauta og Annemieke (þau eiga 7 manna bíl)
Keyrðum um sveitirnar hér í kring í æðislega fallegu veðri og á meðan sváfu þær systur.
Þetta var í fyrsta sinn sem Stubbalína fór út eftir að við komum heim.
Ég held að fólkið hér í kring sé ansi hissa á okkur. Fólk hér er nefnilega ekkert að hafa börnin sín mikið inni svona fyrstu dagana. Ég hitti einmitt hana Ástu nágranakonu mína í kjörbúð niðri í bæ á föstudaginn og hún skildi nú bara ekkert í því af hverju ég væri ekki með barnið með mér.

Nóg í bili. Það er best að reyna að sinna þeirri eldir aðeins á meðan sú yngri sefur :)
dúdú

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home