Breska Eurokeppnin.
Ég varð fyrir frekar miklum vonbrigðum með bresku söngvakeppnina sem fram fór á laugardaginn var. Ég var búin að hlakka voða mikið til. Var reyndar með matarboð og þurfti því að taka upp keppnina. Náði samt að horfa á hana þegar gestirnir fóru (með smá hraðspóli) og sá úrslitin í beinni. Þvílíki horrorinn. Þetta var nú bara samansafn af útbrunni liðu og lögin alveg glötuð. Sigurlagið er hrikalega bjánalegt lag þar sem 2 karlar og 2 konur voru klædd flugfreyju búningum og voru þau með töskur og ýmislegt hallærisdót með sér á sviðinu. Ótrúlega púkalegt.
Vona að bretar skíti upp á bak þarna í Helsinki og verði í einu af botnsætunum.
Annars sá ég líka Hollenska lagið í fyrsta sinn og það er dúndur gott. Ekta eurosmellur sem maður dillar sér við, við fyrstu hlustum :) grípandi lag þarna á ferðinni.
Ég trúi nú bara ekki öðru en að við (Hollendingar :) hi hi...ágætt að geta átt fleira en eitt lag í keppninni) verðum ofarlega og kannski við bara vinnun þetta. Það væri náttúrulega bara snilld. Þá væri ég með fyrstu mönnum til að kaupa miða á keppnina 2008.
Vona að bretar skíti upp á bak þarna í Helsinki og verði í einu af botnsætunum.
Annars sá ég líka Hollenska lagið í fyrsta sinn og það er dúndur gott. Ekta eurosmellur sem maður dillar sér við, við fyrstu hlustum :) grípandi lag þarna á ferðinni.
Ég trúi nú bara ekki öðru en að við (Hollendingar :) hi hi...ágætt að geta átt fleira en eitt lag í keppninni) verðum ofarlega og kannski við bara vinnun þetta. Það væri náttúrulega bara snilld. Þá væri ég með fyrstu mönnum til að kaupa miða á keppnina 2008.
2 Comments:
At 10:07 e.h., Nafnlaus said…
Já góður dillíngur hjá ykkur Hollendingunum:) Fannst nú dáldið sænskur stíll í því en röddin hjá könunni er ferlega kúl, það er hún sem kryddar lagið að mínu mati, hlakka til að heyra hvernig kemur út í keppninni spennandi er nú ekki viss um það vinni held að Ole Salo verði betri;-).
Heyrðu hvað á svo að gera á því ástkæra ylhýra?
At 11:51 f.h., Unknown said…
5 dagar í Ísland...bíddu bíddu????
Eru þið á leið heim?
Skrifa ummæli
<< Home