MATARGATIÐ

sunnudagur, mars 11, 2007

Góð helgi.

Við sóttum Ægi á lestarstöðina í Den Bosch á föstudagskvöldið. Obbolega gott að fá hann aftur heim eftir Noregsdvöl.
Áttum frábæran laugardag. Kíktum fyrir hádegi niður í bæ, versluðum inn fyrir helgina og settumst svo niður á kaffihús í vorblíðunni :)
Ægir fór svo í langan göngutúr seinnipartinn með stelpurnar á meðan ég fór í bað og reyndi að slaka aðeins á. Hrikalega gott að leggjast í bubble bað með ískalt hvítvínsglas í annari og i-Pod í hinni. Verst hvað ég er hrikalega mikið tens og stressuð alltaf. Þarf svo mikið að drífa mig alltaf. Var ekki búin að fá mér nema 2 eða 3 sopa og hlusta á 3 lög þegar ég var komin upp úr og farin að drífa mig í því að þurka mér og bera á mig krem í flýti. En svona er ég nú bara. Frekar mikill rugludallur.
Ég eldaði svo voða fínan mat. Kjúklingabringur með Serano skinku og mascapone osti og svo var horft á Sænsku eurovision úrslitakeppnina sem var BARA skemmtileg þrátt fyrir að uppáhalds lögin mín hafi ekki unnið. Við sáum svo myndina Music and lyrics með Hugh Grant og var hún mjög fín. Mér finnst samt Hugh greyjið orðinn pínu gamall eitthvað. Held að karlinn ætti að drattast í því að festa ráð sitt og eignast barn/börn. Það besta við þessa mynd er lagið sem hljómsveitin hans POP gerði vinsælt...jiii...bara flott lag :) Ég er alveg með það á heilanum.

Dagurinn í dag var líka glimmrandi góður.
Veðrið var alveg frábært. Hitinn fór upp í 17 gráður og svo skein sólin mjög skært :) (Nota bene... það er ennþá laust pláss í gistingu fyrir ykkur sem hafið áhuga á að koma hi hi :)
Keyrðum í bæ sem heitir Oirschot og röltum þar um og settumst niður á voða flottan veitingastað.

Nóg í bili.
dú dú

2 Comments:

  • At 12:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Vá ...
    Frábært að vera komin í vorstemningu svona strax. Vildi gjarnan koma með næstu vél :)

     
  • At 12:50 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Bara kíkja á þig skvís :O)

     

Skrifa ummæli

<< Home