MATARGATIÐ

þriðjudagur, júní 12, 2007

Pæjudagar

Nú er ég orðin þó nokkuð mikil pæja. A.m.k upp að olbogum. Er komin með þessar ferlega flottu gervineglur sem Annemieke setti á mig í gær :) Hef ekki haft svoleiðis fínarí í fleiri ár. Eini gallinn er hvað það er orðið erfitt að nota tölvuna eftir þetta. Ég er í því að ýta á vitlausa takka með þessar klær.
Pæjutaktarnir halda svo áfram fram eftir viku.
Ég ætla eftir bestu getu að reyna að koma að plokkun og litun hjá mér, en ég hef trassað það svoooo lengi. Mér líður alltaf eins og ég hafi ekki farið í bað í margar vikur ef augabrúnirar eru ekki fínar.
Svo er það litun og klipping á föstudaginn. Ég þarf ekki einu sinni að fara út úr húsi til þess :) Ein nágranakonan mín er hárgreiðslukona sem vinnur við að fara á milli húsa. Er sem sé ekki að vinna á neinni stofu.
Síðast en ekki síst er búið að bjóða mér í partý á laugardagskvöldið.
Ég er nú ekki alveg að kunna a svoleiðislagað lengur. Ég held ég geti nú talið það á fingri annarar handar hversu oft ég hef farið út úr húsi að skemmta mér síðan Malín mín fæddist. Og ég held að ég sé ekkert að fara með rangt mál að það hefur bara 2 x komið fyrir að ég hef komið seinna heim en 01:00. Frekar fyndið.

Okkur var boðið í party í götunni okkar síðasta laugardagskvöld. Fengum ekki pössun og því fór ég ein. Þetta var risastórt party sem haldið var úti í garði voða gaman. Ég var ein af þeim fyrstu sem mættu rétt fyrir klukkan níu. Ég hitti þarna fullt af fólki, bæði sem ég þekki og eins annað fólk sem ég hef aldrei hitt.
Ég er svo í hörku samræðum við nágrana mína þegar mér verður litið á klukkuna og mér brá ekkert smáræði. Ég var fljót að kveðja og drífa mig heim (sem að voru nú sennilega heil 50 skref :) ) enda klukka orðin HÁLF ELLEFU. Ægir kemur svo og opnar fyrir mér alveg hissa og spyr bara hvað ég sé að gera heim svona snemma.
Þegar heim var komið að þá verð ég nú að segja að ég hefði kannski ekki þurft að flýta mér svona ógurlega :)
Held að ég sé orðin aðeins of mikið vön því að vera ALLTAF heima hjá mér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home