MATARGATIÐ

sunnudagur, september 30, 2007

Laugardagur til lukku. Eða þannig.

Fórum til Tilburg(ar) í gær. Þetta átti að vera þvííka verslunarferðin. Ætluðum að versla fullt af jólagjöfum og öðru dóti í einni búð. En...
Það tókst nú ekki alveg.

-Strax og við komum inn í bílastæðahúsið í miðbænum að þá keyrði einhver hlandfrussu stelpa aftan á okkur :(
-Emma var alveg snar, gólaði og gargaði alla ferðina.
-Fengum okkur að eta, en núðlurnar og kjúllinn voru svooo ótrúlega sterkt þannig að ekki var hægt að hakka það í sig :( ( og samt er ég svooomikið hrifin af sterkum mat)
- Ég fékk ofnæmiskast
- Malín pissaði og kúkaði á sig
- Emma datt og brasut einu stóru tönnina sína
- Einhver dúd miðaði á okkur byssu og hótaði okkur öllu illu.


hi hi...,ekki alveg.
Þetta hefði nú samt verið flott bæjarferð :)
En það var nú samt keyrt aftan á okkur, og maturinn var OFUR sterkur, og Músin pissaði á sig. En það er allt of sumt. Kannski þetta sé bara svona ósköp venjulegur laugardagur.
Hvað segið þið?

2 Comments:

  • At 10:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Sko framan af hugasði ég bara nei ohh glatað greyið þau, en þegar Emma hafði brotið einu tönnina sína humm och maðurinn miðaði byssunni þá heyrðist dúdú hummm...
    En já Svona var Holland á laugardaginn. Vona að bílinn hafi ekki skemmst mikið, en gott að það voru ekki þið sem keyrðuð aftan á einhver;).
    Ég var í garðyrkustörfum í dag:) 18 stiga hiti manni leið bara eins og væri komið vor alveg dásamlegt.
    Heyrumst

     
  • At 12:27 e.h., Blogger Unknown said…

    omg
    sem betur fer var þetta nú ekki allt saman rétt...
    En náðirðu að kaupa einhverjar jólagjafir, ekki seinna vænna....hahahaha
    Hér er sko ekki 18 stiga hiti. Rok og rigning en samt 12 stiga hiti. En veðrið var yndislegt í gær svo ekki getur maður kvartað út í eitt.

     

Skrifa ummæli

<< Home