MATARGATIÐ

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Mætt aftur

Hallúúú
jæja þá er maður mættur aftur á svæðið.
Búin að fara í vikudvöl með fjölskyldunni í sumarhús í Eifel í Þýskalandi. Það var ljómandi fínt. Fengum glimrandi gott veður til að byrja með en svo fór að rigna aðeins.
Gerðum margt og mikið. Fórum út að borða að sjálfsögðu :) , lágum í sundlaugargarðinum sem var ekki svo slæmt og ferðuðumst um. Skruppum t.d til Luxemburgar sem var voða gaman. Fórum með kláfi (skíðalyftu fyrir ykkur sem ekki vitið hvað það er :) upp bratta hlíð og borðuðum þar hádegisverð. Fórum svo og skoðuðum eldgamlan kastala sem er þarna og röltum svo um í fínu veðri.
Skruppum líka í kringlu í Þýskalandi sem heitir Centro (stæsta kringla í Evrópu) og var það ekki leiðinlegt.
Fleira skemmtilegt var brallað, en ég nenni bara ekki að skrifa meira um það.

Komum svo seint heim á föstudagskvöldið var. Við Ægir fórum svo með lest til Amsterdam á laugardaginn gaman gaman. Þetta var sko í fyrsta skiptið sem ég fer í lest takk fyrir :) frekar mikið spennandi. Búin að búa hérna í næstum því hálft ár og hef aldrei farið neitt með lest..hvað er maður sveitalegur eiginlega? Maður röltir bara út um allt á lopapeysunni og gúmmískónum liggur við.
Jæja, en tilefnið var sem sagt afmælið hans Ægis míns :) Hann varð þrítugur á laugardaginn var fyrir þá sem ekki vita.
Við vorum komin til Amsterdam rétt fyrir kl fimm. Röltum frá lestarstöðinni upp á flotta hótelið sem við gistum á sem heitir Krasnapolski. Þetta er ekkert smá flotta hótelið :) Ég sveitastelpan sjálf var í skýjunum að sjálfsögðu yfir þessum flottheitum. Alveg æðislegt að gista á hóteli þar sem það eru menn sem standa fyir utan hótelið í svona búningum og bjóða manni góðan dag. Eins fannst mér þvílíkt flott að sjá mennina með gullgrindurnar ( draslið sem dúdarnir fara með farangurinn upp á herbergin)
Það fyrsta sem ég gerði svo þegar upp á herbergi var komið, var að kíkja á baðherbergið. Og jiii..ekki varð ég fyrir vonbrigðum. Stór stór spegill með svona auka stækkunarspegli (tilvalinn til að farða sig við) og svo var þetta líka flotta stóra baðkar og tonn af drasli út um allt sem maður gat notað eins og t.d sápur, sjampó, baðskúm, skrúbb, (eins og er venjulega á öllum hótelum, en þetta var svo rosa flott. Allt pakkað svo flott inn og girnilegt þannig að ég varð bara að prufa þetta allt :)
Jæja
en...
svo urðum við nú að skreppa eitthvert út. Löbbuðum um og skoðum mannlífið. Settumst niður á kaffihús og fengum okkur rauðvínslgas og horfðum á allt skrítna fólkið. ji minn hvað maður er eitthvað venjulegur.
Röltum svo aðeins meira og fórum svo upp á hótel. Opnuðum okkur fínt rauðvín og ég tók mig til inn á fína baðinu. (Ægir sat tilbúinn í sínu fínasta dressi sem og flakkaði á milli sjónvarpsstöðva á meðan) Ég var nú reyndar ekkert svo lengi að græja mig til, enda nýbúin að eyða fúlgu í snyrtivörubúð í Þýskalandi sem selur Mac vörur :)
Við röltum svo á alveg geggjað flottan veitingastað sem heitir Vermeer. Þetta er sko grand staður. Hef aldrei farið á svona flottan stað. Mér fannst við kannski ekki alveg passa við allt liðið sem var að rölta um þarna. Ég í sparikjól og pinnahælum og Ægir í jakkafötum, hvítri skyrtu og með bindi. Við vorum held ég töluvert áberandi þarna miðað við túristana og gleðikonurnar. Það voru stanslaust einhverjir gaurar að bjóða Ægi kókaín og fleira. Þeim hefur sennilega þótt við líklegir neytendur,enda eins og uppstrílaðar kvikmyndastjörnur :)
Þegar á Veermeer var komið byrjuðum við á því að setjast niður og fá okkur fordrykk.
Þar fengum við svo nokkra svona litla smakkrétti sem var bara gaman. Og...síðan byrjaði ballið.
Völdum okkur 4 rétta máltíð með víni sem var obbolega skemmtilegt. Kannski ekki besti matur sem ég hef smakkað, en ég er nú bara dálítið sveitaleg eins og þið vitið.
Mér leist nú ekki alveg á blikuna fyrst þegar við fengum oggobínupons lítin skammt af hráum túnfiski. Þá sagði ég nú við hann Ægi minn, jiii við verðum nú ekki södd af þessu :)
en þetta var bara meira smakk fyrir okkur.
Fengum svo 2 fiskrétti, lambakjöt og svo æðislegan desert.
Með þessu var svo vín með hverjum rétti. En sem betur fer kláraði ég ekki úr öllum glösunum þar sem ég hefði þokkalega verið orðin ropandi full :)
Löbbuðum svo sæl og södd upp á hótel aftur. Ég var gjörsamlega að drepast í fótunum, komin með nokkrar skemmtilegar blöðrur og svona. Ætlaði að skipta um föt og fara svo á röltið aftur en nei nei...við enduðum bara á því að kveikja á sjónvarpinu og chilla. Höfðum sett kampavínsflösku ofaní baðvaskan með tonni af ísmolum áður en við fórum að borða og opnuðum við hana á slaginu tólf. Þetta var reyndar svo hryllilega ógeðslegt kampavín, þannig að við rétt gátum tekið sitthvorn sopann til að skála.
Sváfum svona líka vel um nóttina enda var þetta fyrsta barnlausa nóttin okkar saman eftir að Malín fæddist. Þetta var sem sagt í fyrsta skiptið sem ég læt litlu músina mína í pössun yfir nótt síðan hún fæddist. Verð að segja það að þetta var nú frekar mikið stress, en það reddaðist nú. Enda hún mútta mín sem var heima með hana, þannig að þetta gat hreinlega ekki klikkað.
Vöknuðum svo um kl tíu og fórum á röltið. Vorum svo rosalega ánægð með kvöldið þannig að við vorum bæði með sólskinsbros á vör allan næsta dag. Það var líka svo ljómandi gaman að rölta um á sunnudeginum og geta kíkt í búðir hægri vinstri. Það er nefniega ekki í boði hérna í Hollandinu hjá okkur. Allt lokað á sunnudögum takk fyrir.
Keyptum þetta líka fína bollastell handa Malín sem hefur vakið mikla lukku :)
Tókum svo lestina til baka og vorum komin kl fimm.
Vorum ekki fyrr komin heim þegar við vorum rokin niður í bæ og farin út að borða :) enda er ég svoddan matargat :) eða kannski við öll fjölskyldan.

Nóg í bili
dh

2 Comments:

  • At 1:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Halló þið úti í Hollandi!öllusömul:
    Innilega til hamingju með bóndann þarna um daginn ert þú svo ekki næst eða hvað? æðislegar lýsingar af hótelinu mann langaði bara í bað eftir þetta :)Jæja nú er verslunarmannahelgin að byrja og allt að fyllast af allskonar pakki og ég ætla sko að verða ein af þeim . gleði gleði. nú á sko að djamm feitt, annars ætti maður nú að spara yfyrlýsingarnar ég enda örugglega heima uppúr 1 alveg búin á því.jæja kær kveðja úr Skessugili á akureyrinni þar sem sumarið er loksins að byrja held ég.

     
  • At 9:41 f.h., Blogger Dagný said…

    Takk fyrir Inga Steinlaug mín. Gaman að heyra frá þér.
    Vona að það hafi verið mikið stuð um versló hjá þér.
    Heyrðu, eitt fyndið... var það ekki Ágúst Már sem var í því að segja tveir þegar hann var lítill? Malín er nefnilega alveg föst í því líka :) frekar fyndið.
    Það er allt tveir hjá henni.

     

Skrifa ummæli

<< Home