sunnudagur
Dagurinn í gær var alveg glimmrandi góður hjá okkur. Reyndar var helgin öll frábær þrátt fyrir skítaveður, eða kannski frekar ekkert spes veður. Það er búið að spá betra veðri seinna í vikunni, vona bara að það rætist svo ég geti hætt að ganga í lopasokkunum mínum hérna heima á kvöldin.
Ég fór að sofa kl 22:00 á laugardagskvöldið og steinsvaf alla nóttina sem gerist ekki oft. Hún Malín var svona líka dugleg alla nóttina og svaf bara og svaf og vaknaði ekki fyrr en rúmlega átta:)
Ægir fór svo með hana niður og ég fékk að kúra aðeins lengur..frekar gott.
Drattaðist svo á fætur kl hálf tíu og fengum við skötuhjú okkur morgunmat saman.
Malín fór svo að sofa kl 12:00 (nú er hún farin að sofa bara einn blund á dag og er það þvílíkur munur :) Við settumst niður fyrir framan imbann og ætluðum að horfa á bíómynd saman á meðan hún svæfi, en það er eitthvað sem við höfum bara ekki gert í fleiri mánuði.
Náðum að horfa á klukkutíma en þá hringdi mamma og svo vaknaði Malín fljótlega eftir það.
Fórum niður í bæ og fengum okkur alveg æðislega gott salat á veitingastað sem heitir Tiglio. Borðuðum bara inni í þetta skipti þar sem það var frekar kalt.
Salatið var með reyktum fiski, litlum og stórum rækjum, laxi, krabba og ýmsu fleira góðgæti. Ummm...frekar mikið gott.
Eftir að hafa hámað þetta í okkur skruppum við í dýragarðinn sem er hérna rétt hjá. Keyrðum þar einn hring og fékk Malín að sitja í fanginu á mér afturí, sem er auðvitað miklu meira gaman heldur en að sitja föst í bílstólnum. Hún var alveg rosalega spennt yfir þessu öllu saman og fannst okkur hún njóta þess mun meira núna að vera þarna heldur en síðast. Hún hefur þroskast svo svakalega mikið núna á stuttum tíma þessi dúlla.
Hún er gjörsamlega hundasjúk þessa dagana. Hér eiga nánast allir hunda þannig að hún sér alveg rosa marga hunda á hverjum degi, en svo segir hún bara Ho ho :) Það læri hún nú af honum Baldri Leó frænda sínum.
Það eru nánast öll dýr ho ho.
Fórum svo niður í bæ eftir dýragarðsferð og gáfum bra bra brauð. Held að það sé nú bara það allra skemmtilegasta sem hún Malín gerir þessa dagana, eða kannski fyrir utan það að fara í bað.
Við skruppum svo á cafe Kosy eftir þetta og sátum þar í pínu stund. Malín fékk djúsflösku og ólífur og var ekki lengi að torga því.
Dagurinn var svo næstum búinn, þannig að haldið var heim á leið.
Malín fékk að sjálfsögðu að fara í bað og síðan í náttkjól. Fékk að borða og svo var bara að drífa hana í háttinn.
Við Ægir sátum svo niðri í stofu og skiptum á milli allra sjónvarpsstöðvana okkar. En við fórum á laugardaginn og keyptum okkur eitthvað box til að geta náð ennþá fleiri sjónvarpsstöðvum. (eins og við hefðum ekki nógu margar fyrir) Held að við náum núna einum 100 stöðvum, sem er nú alveg nauðsynlegt þar sem við erum alltaf að glápa á skjáin, eða þannig.
Held reyndar að Ægi hafi aðalega langað í þetta box út af blessaða boltanum :)
Áfram Magni
Ég fór að sofa kl 22:00 á laugardagskvöldið og steinsvaf alla nóttina sem gerist ekki oft. Hún Malín var svona líka dugleg alla nóttina og svaf bara og svaf og vaknaði ekki fyrr en rúmlega átta:)
Ægir fór svo með hana niður og ég fékk að kúra aðeins lengur..frekar gott.
Drattaðist svo á fætur kl hálf tíu og fengum við skötuhjú okkur morgunmat saman.
Malín fór svo að sofa kl 12:00 (nú er hún farin að sofa bara einn blund á dag og er það þvílíkur munur :) Við settumst niður fyrir framan imbann og ætluðum að horfa á bíómynd saman á meðan hún svæfi, en það er eitthvað sem við höfum bara ekki gert í fleiri mánuði.
Náðum að horfa á klukkutíma en þá hringdi mamma og svo vaknaði Malín fljótlega eftir það.
Fórum niður í bæ og fengum okkur alveg æðislega gott salat á veitingastað sem heitir Tiglio. Borðuðum bara inni í þetta skipti þar sem það var frekar kalt.
Salatið var með reyktum fiski, litlum og stórum rækjum, laxi, krabba og ýmsu fleira góðgæti. Ummm...frekar mikið gott.
Eftir að hafa hámað þetta í okkur skruppum við í dýragarðinn sem er hérna rétt hjá. Keyrðum þar einn hring og fékk Malín að sitja í fanginu á mér afturí, sem er auðvitað miklu meira gaman heldur en að sitja föst í bílstólnum. Hún var alveg rosalega spennt yfir þessu öllu saman og fannst okkur hún njóta þess mun meira núna að vera þarna heldur en síðast. Hún hefur þroskast svo svakalega mikið núna á stuttum tíma þessi dúlla.
Hún er gjörsamlega hundasjúk þessa dagana. Hér eiga nánast allir hunda þannig að hún sér alveg rosa marga hunda á hverjum degi, en svo segir hún bara Ho ho :) Það læri hún nú af honum Baldri Leó frænda sínum.
Það eru nánast öll dýr ho ho.
Fórum svo niður í bæ eftir dýragarðsferð og gáfum bra bra brauð. Held að það sé nú bara það allra skemmtilegasta sem hún Malín gerir þessa dagana, eða kannski fyrir utan það að fara í bað.
Við skruppum svo á cafe Kosy eftir þetta og sátum þar í pínu stund. Malín fékk djúsflösku og ólífur og var ekki lengi að torga því.
Dagurinn var svo næstum búinn, þannig að haldið var heim á leið.
Malín fékk að sjálfsögðu að fara í bað og síðan í náttkjól. Fékk að borða og svo var bara að drífa hana í háttinn.
Við Ægir sátum svo niðri í stofu og skiptum á milli allra sjónvarpsstöðvana okkar. En við fórum á laugardaginn og keyptum okkur eitthvað box til að geta náð ennþá fleiri sjónvarpsstöðvum. (eins og við hefðum ekki nógu margar fyrir) Held að við náum núna einum 100 stöðvum, sem er nú alveg nauðsynlegt þar sem við erum alltaf að glápa á skjáin, eða þannig.
Held reyndar að Ægi hafi aðalega langað í þetta box út af blessaða boltanum :)
Áfram Magni
3 Comments:
At 1:07 f.h., Nafnlaus said…
Frábært að heyra hvað Malín er að verða spretthörð og mikil snúlla. Talandi um það sem Baldur Leó kenndi henni í heimsókninni til Hollands þá má nú líka þekkja ýmsa frasa hjá honum sem eru ættaðir frá uppáhalds frænku í Hollandi. Núna er allt vatn BAAAA með djúpri rödd og mikilli áherslu hvort sem um bað er að ræða, stöðuvatn, sundlaug eða bara poll :)
At 9:06 f.h., Dagný said…
gaman að fá comment frá þér Linda mín :)
nú vonast ég til að þú verðir dugleg að koma með innlegg hingað inn, enda komin með tölvu er haggi?
At 8:46 e.h., Unknown said…
Þetta er nú meira lúxuslífið á ykkur hérna í Hollandi - mér ferst...hihihi
Skrifa ummæli
<< Home